Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Það fyrsta sem Sema Erla Serdar gerði, þegar hún hóf störf hjá Æskulýðsvettvanginum, var að fara á námskeiðið Verndum þau. Námskeiðin eru fyrir þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga. „Áhugi á námskeiðum Æskulýðsvettvangs- ins er að aukast. Æ fleiri óska eftir fræðslu um kynferðisofbeldi og einelti og aðgerðir gegn þeim hjá okkur. Það er gott að finna fyrir því að fólk sem vinnur með börnum og ung- mennum er meðvitað um skyldur sínar og ábyrgð og vill fræðast um málin,“ segir Sema Erla Serdar, verkefnastýra Æskulýðsvettvangs- ins. Hún er önnum kafin þessa dagana við að bóka á námskeið vettvangsins um fræðslu í barnaverndarmálum. Námskeiðið heitir Verndum þau. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvett- vangur UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Vettvangurinn var formlega stofnaður sumarið 2012. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sam- eiginlegum hagsmunamálum barna og ung- menna. Tilgangur hans og markmið er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildar- félaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnamála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Æskulýðsvettvangurinn hefur frá stofn- un staðið fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna. 400 manns á nám- skeiði um ofbeldi Sema Erla hóf störf hjá Æskulýðsvettvangin- um fyrir um ári. Það fyrsta sem hún gerði var að fara á námskeiðið Verndum þau. Umsjón- armenn námskeiðsins eru höfundar sam- nefndrar bókar. Sema segir námskeiðið skila miklum árangri. „Fræðslan skilar sér í heilbrigðara og örugg- ara starfsumhverfi. Þegar starfsfólk og sjálf- boðaliðar eru meðvituð um einkenni ofbeld- is gegn börnum og ungmennum og veit hvernig það á að bregðast við slíku eru hags- munir barna og ungmenna tryggðir. „Það er ofar öllu,“ segir Sema. Sema segir mikla vitundarvakningu vera í samfélaginu gagnvart ofbeldi í ýmsum mynd- um. Á þessu ári hafi um 400 einstaklingar setið námskeiðin Verndum þau. Gera má ráð fyrir sambærilegum eða meiri fjölda á næsta ári og það er fagnaðarefni, segir hún. Sema bendir á að þegar grunur vakni um einelti, kynferðisofbeldi eða aðra óæskilega hegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi séu verk- ferlar mjög skýrir. Slíkt vanti á mörgum öðr- um sviðum samfélagsins. „Það er grundvallaratriði að hafa skýra verk- ferla því að þá vitum við alltaf hvernig á að bregðast við þegar svona mál koma upp,“ segir hún. „Verkfærin eru til staðar, þolendur og gerendur fá nauðsynlega aðstoð, málun- um er ávallt komið strax í réttan farveg og þau eru leyst.“ Hatursorðræðan Æskulýðsvettvangurinn stóð í september s.l. fyrir ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Um 100 manns mættu á ráðstefn- una og vakti hún mikla athygli í fjölmiðlum, ekki síst hjartnæm saga knattspyrnumanns- ins Pape Mamadou Faye, framherja Víkings í Ólafsvík, um kynþáttahatur og misrétti sem hann hefur orðið fyrir. Á að halda aðra ráðstefnu um hatursorðsræðu? Sema segir það óvíst. „Þetta vandamál er það stórt að það þarf að fá stjórnvöld, yfirvöld, fjöl- miðla og almenning til samstarfs. Það þarf fræðslu, stefnumótunarvinnu og aukið fé í fræðslu og forvarnir svo að hægt sé að auka þekkingu og vitund um hatursorðræðu og alvarlegar afleiðingar hennar,“ segir Sema og bætir við að skaðsemi hatursorðræðu felist m.a. í því að með henni sé með markvissum hætti verið að brjóta einstaklinga niður. Sema segir að verið sé að skoða næstu skref. Hún bendir á að alltaf sé hægt að leita til Æskulýðsvettvangsins og fá fræðslu um málið, um það hvað hatursorðræða sé og hvaða alvarlegu afleiðingar hún geti haft. • Sambandsaðilar Æskulýðsvettvangsins geta sótt námskeið á vegum hans sér að kostnaðarlausu. Námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins eru ætluð þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum íþrótta- og æskulýðssamtaka. • Alltaf er hægt að tilkynna mál til Æskulýðsvettvangsins á netfangið fagrad@aev.is. Þar er jafnframt hægt að fá ráð- gjöf og aðrar upplýsingar um það hvernig eigi að leysa úr málum. Trúnaðar er gætt við meðferð allra upplýsinga. „Við erum að tala um hagsmuni barna og ungmenna. Þeir eru alltaf ofar öllu.“ Fólk vill vita hvernig á að bregðast við ofbeldi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.