Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands styrkir fjölda góðra verkefna Umsóknir í fræðslu- og verkefnasjóð hafa aldrei verið fleiri. Sjóðurinn hefur heldur aldrei úthlutað til jafnmargra verkefna og á þessu ári. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ úthlut- aði í nóvember sl. 6,5 milljónum króna til 65 verkefna. Þetta var önnur úthlutunin úr sjóðn- um á árinu. Fyrsta úthlutunin var í maí þegar sjóðurinn veitti rúmum 8,2 milljónum króna Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) fékk fimmtíu þúsund króna styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ vegna stofnunar leiklistardeildar innan félagsins. Ungmennafélög á Íslandi hafa sinnt marg- víslegum verkefnum í gegnum tíðina. Ung- mennafélag Kjalnesinga (UMFK) heldur úti víðtæku félagsstarfi á svæði sínu, að stórum hluta í samstarfi við Klébergsskóla. Það sinnir skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna, heldur íþróttamót, þorrablót og sér um páska- og jólabingó og skötu- veislu ásamt mörgu fleiru. Í nóvember fékk ungmennafélagið 50.000 króna styrk úr til margra verkefna. Heildarúthlutun sjóðsins á árinu nemur 14,7 milljónum króna til 152 verkefna. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf sambandsaðila sem vilja auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, í þjálfun, í félagsmálum og í félagsstarfi. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift félags síns eða sambands til að afla sér aukinnar þekk- ingar á sérsviði sínu sem gæti nýst við- komandi félagi, sambandi og ungmenna- félagshreyfingunni í heild. Umsóknarfrestir eru 1. apríl og 1. okt. Úthlutun er sem næst 1. maí og 1. nóv. Blakdeild Ungmennafélagsins Kormáks fékk í nóvember úthlutað 100.000 króna styrk til uppbyggingar blakíþróttar á sambands- svæði Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). „Flestir mæta nú orðið í blak í hópíþróttum á Hvammstanga. Körfubolti er að gera það gott en blakið er í fyrsta sæti. Ástæðan fyrir því er að það er svo skemmtilegt og búið er að byggja greinina hægt og rólega upp í sveitarfélaginu með stuðningi Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ,“ segir Sveinbjörg Grétarsdóttir. Hún stundar blak hjá blakdeild Kormáks á Hvammstanga. Sveinbjörg segir blak hafa verið stundað á Hvammstanga þegar hún var yngri. Ástundun hafi hins vegar ekki verið mikil fyrr en hesta- konan Vigdís Gunnarsdóttir flutti með manni sínum að Sindra- stöðum árið 2011. Þar reka þau eitt myndarlegasta hrossabú lands- ins. Vigdís kom frá Grundarfirði og hafði æft blak þar. Þegar norður var komið ýtti hún undir áhuga sveitunga sinna á íþróttinni og sá um æfingar. Nú æfa um 30 manns blak, frá 15 ára aldri og upp að sextugu, á Hvammstanga. Karlaliðið heitir Húnar og kvennaliðið Birnurnar. Blakdeild Kormáks fékk í októberlok síðastliðnum styrk úr fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ upp á 100 þúsund krónur til uppbyggingar greinarinnar. Félagið hefur áður fengið styrki til uppbyggingar blaks á Hvammstanga. Sveinbjörg segir styrkina nýtast til að halda helgar- námskeið í blaki. Í fyrra og nú í október hafi Hilmar Sigurjónsson, þjálfari blakliðs Hamars í Hveragerði, komið norður til að þjálfa áhugasama Húnvetninga um heila helgi. Blakdeildin leigði íþrótta- húsið á Hvammstanga og nýtti styrkinn til að greiða fyrir mat, gist- fræðslu- og verkefnasjóði vegna stofnunar leiklistardeildar. Björgvin Þór Þorsteinsson, formaður UMFK, segir mikið líf í félaginu og teygist angar þess sig víða. Leiklistardeildina segir hann bundna við grunnskólann og sé horft til þess að leiklist verði valgrein í skólanum. „Við þurfum að halda unglingunum í ein- hverju og því varð leiklist fyrir valinu fyrir 14–15 ára. Þetta er á byrjunarreit en hefur gengið vonum framar. Þau kepptu í Skrekki og svo höldum við áfram,“ segir hann. Björgvin Þór Þorsteinsson, formaður Umf. Kjalnesinga. U M FÍ Blakið slær í gegn á Hvammstanga ingu og laun Hilmars. Námskeiðsgjöld iðk- enda bættust við styrkinn. Sveinbjörg segir frábært að geta sótt um styrk hjá UMFÍ svo að félagið geti fengið þjálf- ara og styrkt uppbyggingu greinarinnar. Nú er svo komið á Hvammstanga að blak- deild Kormáks hefur alltaf sent lið á öldunga- mót í blaki. Tvö lið fóru líka á Íslandsmótið í blaki. Hilmar skipuleggur æfingar liðanna og heldur utan um félagið. Blak hefur verið stundað með skipulögðum hætti á Hvammstanga síðan árið 2011. Ungmennafélag Kjalnesinga stofnaði leiklistarfélag fyrir ungmenni á svæðinu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.