Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands S ambandsþing UMFÍ fór fram í blíð- skap ar veðri í afar fallegu umhverfi á Hótel Hallormsstað á Fljótsdalshér aði dagana 13.–15. október sl. Sam bands- þing UMFÍ er haldið annað hvert ár og hefur það æðsta vald í málefnum UMFÍ. Þingfulltrúar sambandsaðila voru sammála um að góður andi hefði ríkt á þinginu. Haukur Valtýsson, sem varð sjálfkjörinn for- maður UMFÍ til næstu tveggja ára, sagði í opn- unarávarpi að þau tvö undangengin ár sem hann hefði verið formaður hefðu verið anna- söm. Mörgu hafi verið komið í verk og starf- semi UMFÍ tekið breytingum frá því sem áður var. Spenntur fyrir Landsmótinu Landsmót UMFÍ voru ofarlega í huga Hauks. Hann rifjaði upp ferð sem fimmtíu fulltrúar UMFÍ, formenn sambandsaðila og fram- kvæmdastjórar, auk Hauks sjálfs, fóru til Ála- borgar í Danmörku um mitt sumar til að skoða landsmót DGI og tengjast dönsku ung- mennahreyfingunni betur. Hauki leist vel á það sem hann kynntist og sagðist hann sann- færðari en áður um að framtíð UMFÍ væri björt. Forsvarsfólk DGI hefði áður staðið frammi fyrir sömu úrlausnarefnum og UMFÍ og hefðu hann og fulltrúar ungmennafélag- anna lært mikið af ferðinni. Haukur segir að vinna sé hafin við „Lands- Nýjungar á 50. sambandsþingi UMFÍ mótið“ – næsta landsmót UMFÍ, sem verður með nýju og nútímalegu sniði. Það verður haldið á Sauðárkróki dagana 13.–15. júlí 2018. Hann sagðist mjög spenntur fyrir þessu nýja fyrirkomulagi og í framhaldinu þyrfti svo að meta hvernig til hefði tekist og ákveða fram- hald á tilhögun slíkra móta. Gott að gera langtímasamninga En víkjum aftur að því sem Haukur sagði að væri jákvætt í Danmörku og mætti taka upp hér á landi. Nýverið hefðu DGI og DIF, sem líta má á sem systursamtök UMFÍ og ÍSÍ í Dan- mörku, endurnýjað samning við ríkisvaldið. Samningurinn sé tengdur framkvæmd á lýð- heilsuverkefni sem ætlað er að bæta lýðheilsu í Danmörku. Þar sé horft til lengri tíma og lögð áhersla á samstarf á breiðum vettvangi. UMFÍ þurfi að hugsa stórt og langt fram í tímann. Haukur sagði stjórn UMFÍ leita eftir því að ná sambærilegum langtímamarkmiðum. Svo að þetta takist verði UMFÍ að breyta ýmsu og gera áætlanir og samninga sem gilda til lengri tíma en til árs í senn. Lengri samningar styrkja grunninn fyrir verkefni hreyfingarinnar. Þetta varð að veruleika að hluta á sam- bandsþinginu nú í haust. Á síðasta þingdegi sótti Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, þingið heim og hafði hann meðferðis samning við UMFÍ til þriggja ára. Samningurinn var á margan hátt nýlunda, ekki aðeins í sögu UMFÍ. Þetta var fyrsti samningurinn sem UMFÍ hefur gert til svo langs tíma og sá fyrsti sem stjórnvöld hafa gert við félagasamtök og er til lengri tíma en eins árs í senn. Kristján Þór sagði við undirritun samningsins að hann gerði félagasamtökum eins og UMFÍ kleift að skipuleggja sig til lengri tíma. Haukur Valtýsson segir Íslendinga geta lært mikið af Dönum. Undirritun samninga. F.v.: Óskar Ármannson, sérfræðingur hjá MMR, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningar- málaráðherra, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Aldrei hefur áður verið kosið með rafrænum hætti á sambandsþingi UMFÍ. Rafræn kosning Ýmislegt nýtt leit dagsins ljós á sambandsþingi UMFÍ á Hallormsstað. Kosningar voru þar rafrænar í fyrsta sinn. Tilhögunin var sú að hver fundargestur fékk rafræna hnetu með tökkum á. Hægt var að vera fylgjandi málum, á móti eða hlutlaus. Áður en farið var í kosningar á öðrum degi þingsins var farið yfir rafrænu kosninguna og það hvernig kerfið virkaði. Niðurstaðan var mun fljótvirkari en áður. Þegar gengið var til kosninga birtist á tjaldi hvenær mátti byrja að kjósa, hversu margir höfðu kosið og um hálfri mínútu síðar hver niðurstaðan var. Vilja ræða málið betur Eitt af stærri málum þingsins var umsókn um aðild flestra íþróttabandalaga landsins að UMFÍ. Vinnuhópur um aðildina sendi frá sér tillögur í byrjun árs til kynningar og umfjöllunar hjá sambandsaðilum. Á þinginu sjálfu voru tillögur um aðild bandalag- anna ýmist felldar eða vísað frá þinginu. Tillögur um breytingar á lögum sem tengd- ust inngöngunni náðu ekki 2/3 hluta atkvæða en þó var meira en helmingur þing- fulltrúa sem studdi lagabreytingarnar eða 63 af 109. 12 sátu hjá og 34 voru á móti. Þingfulltrúar vilja ræða málið frekar og var tillaga borin upp á þinginu um að fela stjórn boðun aukaþings varðandi málið. Hún var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Stjórn UMFÍ hefur í framhaldinu fundað og komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé heimild til boðunar aukaþings en hefur samþykkt að boðað verði til aukasambandsráðsfundar varðandi málið. Hann fer fram 13. janúar 2018.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.