Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 16
tJRVAL
ÆSKA Á HELVEGI
lindum sköpunarmáttar, síns —
séreðli sínu — mun rödd hans
hljóma ófölsk í hinum mikla
samkór mannlífsins. Það sem
oss ber að stefna að er því að
endurvekja virðinguna fyrir
mannhelgi, fyrir rétti einstakl-
ingsins til að njóta persónuleika
síns.
I stefnulausri uppreisn nú-
tímaæskunnar speglast eitt
mesta vandamál vorra tíma. Vér
verðum að finna leið til þess að
hjálpa henni að breyta þessari
blindu uppreisn sinni í jákvætt,
heilbrigt andóf. Fyrsta skref
vort í þá átt er að afneita kröf-
unni um, að allir skuli vera eins,
að kveða niður — hvar sem hún
skýtur upp kollinum •—• þessa
þrálátu áminningu um að skera
sig ekki úr, laga sig að öðrum,
sem er í rauninni orðin að „ell-
efta boðorði". Ef vér byrjum á
því að gera þessa róttæku
skurðaðgerð á vorri eigin kyn-
slóð, mun það óumflýjanlega
víkka sjóndeildarhring næstu
kynslóðar og opna henni nýjar
víðáttur, ríkari af fyrirheitum,
þar sem innibyrgðri, eyðandi
orka hennar bíða jákvæð verk-
efni. Með því að heimta á ný
rétt vorn til andmæla í voru
eigin lífi, munum vér öðlast
virðingu æskunnar. Með því að
endurheimta manndóm vorn,
munum vér fá henni aftur æsku-
blómann í allri dýrð sinni.
Spurt og svarað.
Nokkrir háaldraðir meðlimir í söfnuðinum voru samankomnir,
og var verið að spyrja þá hverju þeir þökkuðu hinn háa aldur
sinn. ,,Og af hverju haldið þér, að guð hafi leyft yður að ná
92 ára aldri?" var ein konan spurð.
„Til þess að prófa þolrifin í ættingjum mínum“, svaraði hún
án þess að hika.
-0—
Skoðanakönnun.
Móse, gamall negri, kom inn í búð og bað um að fá lánaðan
síma. Þegar hann hafði fengið samband, sagði hann:
„Er þetta frú Jones? . . . Ég sá að þér auglýstuð eftir manni
fyrir hálfum mánuði . .. einmitt það já ... og eruð þér ánægð
með manninn sem þér hafið? . . . einmitt . . . og ekkert að hugsa
um að skipta um? . . . Jæja, fyrirgefið, verið þér sælar“.
„Þarna voruð þér heldur seinn á yður", sagði búðarmaðurinn
við Móse.
Móse brosti. „Ekki veit ég það nú“, sagði hann. „Það var ég,
sem fékk vinnuna hjá henni fyrir hálfum mánuði. Ég vildi
bara vita hvernig henni líkaði við mig“.
— The Spectator.
14