Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 91
„Hann var að glíma við myrk og
ilularfull öfl, sem mannlegum
huga var ef til vill ofvaxið
að skilja.'1
í leyndum hjartans
Saga
eftir W. Somerset Maugham.
DR. Audlin leit á skrifborðs-
klukkuna. Hana vantaði
tuttugu mínútur í sex. Hann
furðaði sig á því að sjúklingur-
inn skyldi ekki vera kominn,
því að Mountdrago lávarður
var stundvís með afbrigðum,
enda var það orðtak hans, að
með því að vera stundvís væri
maður að slá hinum skynsömu
gullhamra og veita heimskingj-
unum ofanígjöf. Það hafði ver-
ið ákveðið að Mountdrago lá-
varður kæmi klukkan hálf sex.
Dr. Audlin gat ekki talist sér-
kennilegur maður í útliti. Hann
var hár vexti og grannholda,
herðamjór og dálítið lotinn.
Hárið var grátt og tekið að
þynnast, og langleitt, magurt
andlitið var markað djúpum
dráttum. Hann var rétt um
fimmtugt, en leit út fyrir að
vera eldri. Grá augun voru
þreytuleg. Maður veitti því fljótt
athygli, að þau hreyfðust mjög
lítið; þau einblíndu á mann, en
augnaráðið var svo hlutlaust,
að það olli engum óþægindum.
Það færðist sjaldan líf í augu
hans og það varð ekki ráðið af
þeim, hvað honum bjó í huga.
Hann virtist depla augunum
miklu sjaldnar en annað fólk.
Hann var fremur handstór og
fingumir langir, og handtak
hans var mjúkt, en þó fast. Dr.
Audlin var ávallt klæddur dökk-
um fötum. Hálsbindið var svart.
Fötin gerðu það að verkum, að
andlitið virtist fölara og grá
augun tómlegri. Af útliti hans
hefði mátt draga þá ályktun, að
hann væri sársjúkur maður.
Dr. Audlin var geðlæknir, sem
beitti sálgreiningaraðferðinni.
Tilviljun ein hafði valdið því, að
hann lagði fyrir sig þessa sér-
grein, og hann var í rauninni
vantrúaður á gildi hennar. Hann
hafði nýlega lokið læknisprófi,
þegar stríðið brauzt út, og
starfaði á ýmsum sjúkrahúsum,
til þess að afla sér meiri þekk-
ingar og reynslu. Hann bauð yf-
irvöldunum þjónustu sína og
var sendur til Frakklands
skömmu síðar. Það var þá sem
hann uppgötvaði hinn furðulega
hæfileika, sem hann var gæddur.
Hann gat dregið úr sársauka
með því að snerta sjúklingana
853