Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 41
FRELSI RITHÖFUNDARINS
Sulzberger skrifaði til þess að
mótmæla þeirri ákvörðun utan-
ríkisráðuneytisins að neita
blaðamönnum um leyfi til að
fara til Kína sem fréttamenn,
og hótunum ráðuneytisins um
refsiaðgerðir gagnvart hverjum
þeim, sem dirfðist að hafa þessa
neitun að engu. Hann skrifaði:
,,Eins og málin standa nú, get
ég ekki varizt þeirri hugsun, að
ráðuneytið sé að takmarka
frelsi blaðanna, og noti þau sem
tæki í hinu pólitíska tafli sínu“.
Dulles svaraði m. a.: „Þegar
ungir menn eru kallaðir í her-
inn og sendir út, eru þeir notað-
ir sem tæki í utanríkispólitík-
inni. Þegar kaupsýslumenn fá
ekki leyfi til að verzla við hið
kommúnistíska Kína, geta þeir
með sama rétti staðhæft, að þeir
séu notaðir sem tæki í utanrík-
ispólitík vorri. Utanríkispólitík
er ekki hægt að reka með góð-
um árangri, ef athöfnum þjóð-
arinnar í ýmsum myndum henn-
ar er ekki beint í einn farveg, og
í þessu efni ber blaðamönnunum
einnig skylda til að sýna fals-
lausa föðurlandsást“.
Ég veit ekki hve margir ykk-
ar líta söguna sömu augum og
ég í þessu efni, en ég er sann-
færður um, að yfirlýsing Dulles-
ar sé nýjung hér hjá oss, og að
hún lýsi hugsunarhætti, sem er
frábrugðinn venjum vorum og
fornri hefð, svo að vægt sé að
orði komizt. Ég segi ekki, að
ekki sé hægt að sætta sig við, að
athöfnum þjóðarinnar sé þannig
ÚRVAL
„beint í einn farveg“, en ef vér
gerum það, virðist mér, að vér
verðum að gera oss ljóst, að
með því er það frelsi, sem vér
höfum búið við, mikið skert.
Dulles á hér ekki einn hlut að
máli; ummæli hans speglar
einkar ljóst rangsnúið viðhorf,
sem mjög er útbreitt innan og
utan ríkisstjórnarinnar, til alls
sem skrifað er, til allra rithöf-
unda og vísindamanna og vís-
indalegs hugsunarháttar. For-
senda þess er einmitt, eins og
Dulles skrifar, sú, að „utanrík-
ispólitík er ekki hægt að reka
með góðum árangri, ef athöfn-
um þjóðarinnar í ýmsum mynd-
um hennar er ekki beint í einn
farveg . . .“
Mér finnst það ekki ósann-
gjarnt eða ónákvæmt að segja,
að þetta sé það, sem kallað hef-
ur verið „algert diplómati“. Ef
sú nafngift hefur nokkra merk-
ingu, þá er með henni átt við,
að öllum kröftum þjóðarinnar
sé beint að því að ná settu póli-
tísku markmiði, og meðal þeirra
afla, sem þannig eru virkjuð, er
ekki hvað sízt hugsunin, hug-
myndirnar, upplýsing fólksins
og fræðslan um það hvernig
fólkið hugsar sér að heimurinn
eigi að vera ...
Ég vitna í þsssi bréfaskipti
einungis af því að þau varpa
svo skýru Ijósi á málið.
Af eigin reynslu get ég sagt,
að leikrit og leikritaskáld geta
að sumra áliti haft. stórpólitísk
áhrif, og að þessvegna megi með
39