Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 68
Hér er lýst réttarfari meðal íriimstoðra
' Suðurhafseyjabúa, sem minnir á
járnburð meðai norrænna þjóða
í fornökl.
Dómstóli krókódílanna.
Grein úr „The Listener“,
eftir D. C. Horton.
T ÍKLEGA hafið þið aldrei
^ heyrt getið um, að krókódíl-
ar hafi verið notaðir til þess að
jafna deilumál, og víst er það
óvenjuleg málsmeðferð, sem þó
var í fullu gildi á Salómonseyj-
um í Kyrrahafi fyrir aðeins
tuttugu árum.
Fram til ársins 1942 voru
margir, sem ekki höfðu minnstu
hugmynd um, að þessar eyjar
væru til. En það ár komust þær
skyndilega í heimsfréttirnar, er
framsókn Japana á þessum slóð-
um var stöðvuð á stærstu eyj-
unni, Guadalcanal. Engu að síð-
ur hafa eyjar þessar aftur hul-
izt þoku gleymskunnar, og lang-
ar mig því til að lýsa þeim nokk-
uð áður en ég held áfram sögu
minni.
Salómonseyjar liggja í vest-
anverðu Kyrrahafi austan við
Nýju Guineu og svo að segja
samsíða henni. Þær eru fjöllótt-
ar, vaxnar þéttum regnskógum,
með lónum, kóralrif jum og man-
gróve-fenjum alltumhverfis. All-
ar eru þær eldbrunnar. Úrkoma
er mikil og höfuðvindáttir tvær
— norðvestlæg frá nóvember til
marz og suðaustlæg frá apríl til
október — en geta þó verið
nokkuð breytilegar frá ári til
árs.
Ég var sendur til eyjanna ár-
ið 1938 í erindum nýlendustjóm-
arinnar brezku, og um það leyti
sem eftirfarandi atburðir gerð-
ust, var ég á hringsóli kringum
Suður-Malaita, sem er mjög lít-
il og aðskilin frá hinni eiginlegu
Malaita-ey af mjóu sundi, er
nefnist Maramasikesund. Á
ferðalagi mínu átti ég tveggja
kosta völ: annað hvort að fara
með báti upp eftir ánum eða
fara gangandi, og ég valdi frem-
ur síðari kostinn, því að með
því móti var unnt að kynnast
fólkinu betur, siðum þess og
háttum.
Þarna voru engir vegir og
varla heldur nokkrir eiginlegir
gangstígar. Ibúar Malaita höfðu
ættasamfélag, og stöðugar erj-
ur og illdeilur milli þorpsbúanna,
svo að öruggara var að hafa
sem fæstar gönguleiðir til að ó-
vinirnir ættu óhægra um vik og
gætu ekki legið í leyni fyrir veg-
farendum. Þegar þar við bættist
66