Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 96

Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 96
ÚRVAL „Viljið þér ekki fá yður sæti?“ sagði læknirinn. Það var ekki að sjá á svip hans, að orð Mountdragos hefðu haft minnstu áhrif. Dr. Audlin sat í stól sínum við skrifborðið. Mountdrago lávarður stóð enn á miðju gólfi og var þungur á brúnina. „Það er víst rétt að ég segi yður, að ég er utanríkisráðherra Hans Hátignar", sagði hann kuldalega. „Viljið þér ekki fá yður sæti“, endurtók læknirinn. 1 bili leit helzt út fyrir að Mountdrago lávarður væri að gera sig líklegan til að strunsa út úr herberginu; en hafi það verið ætlun hans, þá sá hann sig um hönd og hætti við hana. Hann settist. Dr. Audlin opnaði stóra bók og tók sér penna í hönd. Hann för að skrifa í bók- ina, án þess að líta á sjúkling- inn. „Hve gamall eruð þér?“ „Fjörutíu og tveggja". „Eruð þér kvæntur?“ „Já“. ,.Hve lengi hafið þér verið kvæntur ?“ „Átján ár“. „Eigið þér börn?“ „Ég á tvo syni“. Mountdrago lávarður svar- aði hranalega og dr. Audlin skráði svörin í bók sína jafnóð- um. Því næst hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og horfði á lávarðinn. Hann sagði ekkert; hann starði aðeins alvörugefinn f LEYNDUM HJARTANS á sjúklinginn og grá augun hreyfðust ekki. „Hvers vegna hafið þér leit- að til mín?“ spurði hann að lok- um. „Mér hefur verið sagt frá yð- ur. Mér skilst, að lafði Canerte sé sjúklingur yðar. Hún segist hafa fengið talsverðan bata hjá yður“. Dr. Audlin svaraði engu. Hann starði á andlit lávarðar- ins, en augnaráð hans var svo fjarrænt, að maður hefði getað haldið að hann sæi hann ekki. „Ég get ekki gert krafta- verk“, sagði hann joks. Hann brosti ekki, en þó var eins og vottaði fyrir glettni í augum hans. „Og þó að ég gæti gert kraftaverk, þá mundi lækna- deild Háskólans aldrei viður- kenna þau“. Mountdrago lávarður rak upp hlátur. Honum var að renna reiðin. Rödd hans varð vin- gjamlegri. „Þér njótið rnikils álits. Fólk virðist trúa á yður“. „Hvers vegna hafið þér leitað til mín?“ endurtók dr. Audlin. Mountdrago lávarður þagði. Það leit út fyrir að hann ætti erfitt með að svara. Dr. Audlin beið. Loks var eins og Mount- drago tæki í sig kjark. Hann tók til máls. „Ég er við beztu heilsu. Af gömlum vana lét ég lækni minn, Sir Augustus Fitzherbert — þér kannist áreiðanlega við hann — skoða mig um daginn, 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.