Úrval - 01.02.1958, Side 96
ÚRVAL
„Viljið þér ekki fá yður
sæti?“ sagði læknirinn.
Það var ekki að sjá á svip
hans, að orð Mountdragos hefðu
haft minnstu áhrif. Dr. Audlin
sat í stól sínum við skrifborðið.
Mountdrago lávarður stóð enn
á miðju gólfi og var þungur á
brúnina.
„Það er víst rétt að ég segi
yður, að ég er utanríkisráðherra
Hans Hátignar", sagði hann
kuldalega.
„Viljið þér ekki fá yður sæti“,
endurtók læknirinn.
1 bili leit helzt út fyrir að
Mountdrago lávarður væri að
gera sig líklegan til að strunsa
út úr herberginu; en hafi það
verið ætlun hans, þá sá hann
sig um hönd og hætti við hana.
Hann settist. Dr. Audlin opnaði
stóra bók og tók sér penna í
hönd. Hann för að skrifa í bók-
ina, án þess að líta á sjúkling-
inn.
„Hve gamall eruð þér?“
„Fjörutíu og tveggja".
„Eruð þér kvæntur?“
„Já“.
,.Hve lengi hafið þér verið
kvæntur ?“
„Átján ár“.
„Eigið þér börn?“
„Ég á tvo syni“.
Mountdrago lávarður svar-
aði hranalega og dr. Audlin
skráði svörin í bók sína jafnóð-
um. Því næst hallaði hann sér
aftur á bak í stólnum og horfði
á lávarðinn. Hann sagði ekkert;
hann starði aðeins alvörugefinn
f LEYNDUM HJARTANS
á sjúklinginn og grá augun
hreyfðust ekki.
„Hvers vegna hafið þér leit-
að til mín?“ spurði hann að lok-
um.
„Mér hefur verið sagt frá yð-
ur. Mér skilst, að lafði Canerte
sé sjúklingur yðar. Hún segist
hafa fengið talsverðan bata hjá
yður“.
Dr. Audlin svaraði engu.
Hann starði á andlit lávarðar-
ins, en augnaráð hans var svo
fjarrænt, að maður hefði getað
haldið að hann sæi hann ekki.
„Ég get ekki gert krafta-
verk“, sagði hann joks. Hann
brosti ekki, en þó var eins og
vottaði fyrir glettni í augum
hans. „Og þó að ég gæti gert
kraftaverk, þá mundi lækna-
deild Háskólans aldrei viður-
kenna þau“.
Mountdrago lávarður rak upp
hlátur. Honum var að renna
reiðin. Rödd hans varð vin-
gjamlegri.
„Þér njótið rnikils álits. Fólk
virðist trúa á yður“.
„Hvers vegna hafið þér leitað
til mín?“ endurtók dr. Audlin.
Mountdrago lávarður þagði.
Það leit út fyrir að hann ætti
erfitt með að svara. Dr. Audlin
beið. Loks var eins og Mount-
drago tæki í sig kjark. Hann
tók til máls.
„Ég er við beztu heilsu. Af
gömlum vana lét ég lækni minn,
Sir Augustus Fitzherbert —
þér kannist áreiðanlega við
hann — skoða mig um daginn,
94