Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 27
SMÁTT OG STÓRT 1 HINNI NÝJU HEIMSMYND
URVAL
nógu miklu af úranmálmi taka
undarlegir hlutir að gerast.
Hlaðinn fer að hitna, alveg af
sjálfu sér! Það verður að kæla
hann, annað hvort með renn-
andi vatni eða loftstraum, sem
biásið er í gegnum hann. Og það
er ekkert smáræði af vatni eða
lofti sem þarf til kælingarinn-
ar: til þess að hitinn fari ekki
upp fyrir 200° C. í meðalstórum
grafítreaktor þarf 5000 m3 af
lofti á mínútu. Fyrsti úranhlað-
inn í Bandaríkjunum var miklu
stærri, enda var heilt fljót
(Columbia River) leitt í gegn-
um hann til að kæla hann og
hækkaði hitinn í ánni greinilega
við það. Þetta var árið 1943. Nú
er mönnum efst í huga að nýta
þennan hita til að knýja gufu-
túrbínur er síðan framleiði raf-
magn. Ef hitamyndunin í hlað-
anum verður of mikil er hægt
að hefta hana með því að
sökkva niður í hann kadmium-
stöngum eða -plötum.
Allt virðist þetta harla merki-
legt meðan skilning skortir á
því hvað það er sem raunveru-
lega gerist í hlaðanum. Og hvað
er það þá, sem gerist?
Fyrst verðum við að minn-
ast þess, að enski eðlisfræðing-
urinn Chadwick fann fyrstur
(1932) frumögn þá sem nefnd
er nevtróna. Nevtrónan er eig-
inlega vetniskjarni án raf-
magnshleðslu, sem getur óhindr-
aður farið gegnum þykkar blý-
plötur og stálbrynjur, en stöðv-
ast, ef jafnmeinleysislegt efni og
bórsýruupplausn verður á vegi
hennar. Nevtrónan getur ekki
brunnið á sama hátt og vetni;
hún getur yfirleitt ekki mynd-
að neitt efnasamband. Og nev-
trónur er ekki hægt að geyma
í glasi eða flösku; þær smjúga
í gegnum glerið eins og vatn
gegnum grófa síu. Á hinn
bóginn getur nevtróna hagað
sér eins og atómkjarni, ef hún
rekst á slíkan kjarna. Og þá
getur nevtrónan setið eftir i
kjarnanum og skapað þannig
nýjan ísótóp efnisins — með
sömu efnafræðieiginleikum, en
einni einingu meiri atómþunga.
Stundum er hinn nýi ísótópur
geilsavirkur; þannig er beinlín-
is hægt að framleiða geislavirk
efni með því að geisla venjulegt
efni með nevtrónum, og þessi
geislavirku efni eru til margra
hluta nytsamleg, m-. a. í iðnaði,
landbúnaði, iæknisfræði o. fl.
En af og til kemur það fyrir,
að atómkjarnar, sem verða fyr-
ir nevtrónum klofná í tvo létt-
ari atómkjarna. Jafnframt
geta þá losnað tvær, þrjár eða
fieiri nevtrónur, og þær geta
síðan rekizt á aðra nærliggj-
andi atómkjama og klofið þá.
Ef þessi keðjuverkun fær að
magnast óhindruð, verður úr
henni atómsprenging.
Atómsprengjan er tæknilega
séð mjög fullkomin, því að hún
er í senn hvellsprengja, eld-
sprengja og eitursprengja. En
það er ekki atómsprengjan, sem
hér er til umræðu heldur innri
25