Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 64
ÍTRVAL
FURÐUDÝR FORTÍÐARINNAR Á GALAPAGOS-EY.JUM
innar — maðurinn sjálfur —
hefur séð um það. Fyrr á öld-
um fluttu sjóræningjar og
hvalfangarar þaðan heila skips-
farma af Galapagos, eins og
Spánverjarnir kölluðu stóru
skjaldbökurnar, og þessar
skrítnu skepnur urðu brátt
sjaldséðar á flestum eyjanna
og hurfu sums staðar með öllu.
Landnám innflytjenda á síðustu
öld bætti ekki úr skák, því að
útilegukettir, hundar og svín
gerðu enn meiri usla í stofnin-
um. Árið 1934 setti Ecuador-
stjórn lög, sem bönnuðu að
veiða einlend dýr, og nokkrar
eyjar voru valdar sem verndar-
garðar. En lög koma að litlu
haldi, ef þeim er ekki fram-
fyigt.
Tuttugu árum eftir þessa
lagasetningu, eða á árinu 1954,
kom ég til Galapagos-eyjanna
í leiðangri dr. Hans Hass, er
var á vegum Alþjóðastofnunar
neðansjávarrannsókna. — Það
varð vart fundinn ákjósanlegri
staður til líffræðirannsókna, en
mig tók sárt að sjá það tjón, er
unnið hafði verið á dýralífi eyj-
anna, og það var enn grætilegra
vegna þess, hve sumar þessar
tegundir voru sérstæð vísinda-
leg fyrirbæri. Ég sendi skýrslu
um ástandið til alþjóðlegs fé-
iagsskapar, er sér um náttúru-
vernd, og stakk m. a. upp á því,
að komið væri á fót rannsókn-
arstöð á eyjunum, sem hefði
eftirlit með að lögunum um
dýravernd yrði hlýtt, svo að
ekki kæmi til fullrar útrýming-
ar stofnsins.
Málið hlaut góðar undirtekt-
ir og Ecuador-stjóm bað UN-
ESCO að senda sérfræðing til
eyjanna til að velja stöðvar-
byggingunni stað og gera jafn-
framt bráðabirgðayfirlit yfir
dýrastofninn og athuga, hvað
hentugast væri að gera honum
til verndar.
Ég valdist til þessarar ferð-
ar, og þegar ég lagði af stað í
júní 1957 voru í fylgd með mér
þrír Ameríkumenn, dr. Robert
Bowman frá Kaliforníuháskóla
og Ijósmyndari og teiknari frá
tímaritinu „Life“. Ecuador-
stjórn greiddi götu okkar á
allan hátt, flutti okkur flugleið-
is til eyjanna og lét okkur í té
varðbáta frá sjóhernum. Það
gerði okkur kleift að fara svo
að segja um allan eyjaklasann
þá f jóra mánuði er við dvöldum
þar.
Við gátum fljótlega gengið
úr skugga um, að enn lifa dýr
af öllurn einkennistegundum
Galapagos-eyja. Á James-eyju,
sem einnig heitir San Salvador
(flestar eyjarnar bera bæði
ensk og spönsk nöfn), sá-
um við heila byggð loðsela,
sem menn höfðu haldið að væru
alveg útdauðir. Á Barrington-
eyju, Narborougheyju og
syðri Las Plazaseyju fund-
um við mikið af landeðlum. Við
sáum einnig nokkrar þeirra á
Indefatigable-eyju, þar sem
talið var að þeim hefði verið út-
«2