Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 52
tJRVAL
miklum heilabrotum. Staðreynd-
irnar var að sjálfsögðu ekki
hægt að birta, því að froðufell-
andi aðdáun á hinni ungu hetju
hafði breiðzt út meðal fólksins
eins og eldur í sinu eftir að frétt-
ir bárust af honum yfir Evrópu.
Honum var því lýst sem hæglát-
um, hlédrægum pilti, Ijóshærð-
um, vinsælum meðal jafnaldra
og kvenhollum. Eina myndin,
sem til var af Smurch, var tekin
af honum við stýrið á pappabíl í
ljósmyndastofu einhvers
skemmtigarðs. Hún var löguð
til þangað til skælt háðsglottið
var orðið að aðlaðandi brosi. Á
þennan hátt leyndu blöðin sann-
leikanum fyrir þjóðinni, sem
ekki dreymdi um að Smurch-
f jölskyldan væri hötuð og fyrir-
litin af nágrönnunum í litla
sveitakauptúninu í Iowa né að
hetjan sjálf hefði unnið sér til
óhelgi og væri talin hættuleg
umhverfi sínu. Blaðamennirnir
fengu að vita, að hann hefði
einu sinni rekið hníf í skólaum-
sjónarmanninn — að vísu ekki
lífshættulega, en hann hafði þó
beitt hnífi — og þegar hann var
staðinn að hnupli í kirkjunni
hafði hann slegið meðhjálpar-
ann í rot með blómavasa fullum
af páskaliljum. Fyrir báðar
þessar ávirðingar hafði hann
verið dæmdur til dvalar á upp-
eldisheimili.
Yfirvöldin bæði í New York
og Washington báðu þess í
hjarta sínu, þótt ljótt kunni að
sýnast, að skilningsrík forsjón
FRÆGÐ OG GJÖRVILEIKI
tæki nú í taumana og léti slys
henda þennan flugvélagarm og
hinn heimsfræga stjómanda
hennar, sem með eindæma flug-
afreki hafði fylkt öllum hinum
siðmenntaða heimi í einn fagn-
aðarkór. Yfirvöldin vora sann-
færð um, að skapgerð þessa
mikla flugmanns væri þess eðl-
is, að hið skæra ljós aðdáunar
og ofdýrkunar mundi afhjúpa
hann í augum heimsins og sýna
hann eins og hann var: ótíndur
ruddi, er hvorki hefði siðferði-
leg né andleg bein til að þola
frægðina. ,,Ég set traust mitt“,
sagði innanrikisráðherrann á
einum hinna mörgu leynilegu
ráðuneytisfunda, sem kallaðir
voru saman út af þessu mikla
vandamáli, ,,ég set traust mitt
á, að móðir hans verði bæn-
heyrð“, og átti með því við ósk
frú Emmu Smurch um að son-
ur hennar drukknaði. Þetta var
því miður of seint — Smurch
var búinn að vippa sér yfir At-
lantshafið og síðan Kyrrahafið
eins og þau væru smátjarnir.
Klukkan þrjár mínútur yfir tvö
e. h. hinn 17. júlí 1937 hlass-
aði vélvirkinn sér í hinum hlægi-
lega flugvélagarmi sínum niður
á Rooseveltflugvöllinn.
Það hafði að sjálfsögðu ekki
komið til mála að tekið yrði í
kyrrþey á móti mesta flugmanni
heimsins fyrr og síðar. Móttök-
urnar voru svo yfirgengilegar
að hátíðleik og íburði, að allur
heimurinn stóð og glápti. En til
allrar hamingju var hetjan svo
50