Úrval - 01.02.1958, Page 52

Úrval - 01.02.1958, Page 52
tJRVAL miklum heilabrotum. Staðreynd- irnar var að sjálfsögðu ekki hægt að birta, því að froðufell- andi aðdáun á hinni ungu hetju hafði breiðzt út meðal fólksins eins og eldur í sinu eftir að frétt- ir bárust af honum yfir Evrópu. Honum var því lýst sem hæglát- um, hlédrægum pilti, Ijóshærð- um, vinsælum meðal jafnaldra og kvenhollum. Eina myndin, sem til var af Smurch, var tekin af honum við stýrið á pappabíl í ljósmyndastofu einhvers skemmtigarðs. Hún var löguð til þangað til skælt háðsglottið var orðið að aðlaðandi brosi. Á þennan hátt leyndu blöðin sann- leikanum fyrir þjóðinni, sem ekki dreymdi um að Smurch- f jölskyldan væri hötuð og fyrir- litin af nágrönnunum í litla sveitakauptúninu í Iowa né að hetjan sjálf hefði unnið sér til óhelgi og væri talin hættuleg umhverfi sínu. Blaðamennirnir fengu að vita, að hann hefði einu sinni rekið hníf í skólaum- sjónarmanninn — að vísu ekki lífshættulega, en hann hafði þó beitt hnífi — og þegar hann var staðinn að hnupli í kirkjunni hafði hann slegið meðhjálpar- ann í rot með blómavasa fullum af páskaliljum. Fyrir báðar þessar ávirðingar hafði hann verið dæmdur til dvalar á upp- eldisheimili. Yfirvöldin bæði í New York og Washington báðu þess í hjarta sínu, þótt ljótt kunni að sýnast, að skilningsrík forsjón FRÆGÐ OG GJÖRVILEIKI tæki nú í taumana og léti slys henda þennan flugvélagarm og hinn heimsfræga stjómanda hennar, sem með eindæma flug- afreki hafði fylkt öllum hinum siðmenntaða heimi í einn fagn- aðarkór. Yfirvöldin vora sann- færð um, að skapgerð þessa mikla flugmanns væri þess eðl- is, að hið skæra ljós aðdáunar og ofdýrkunar mundi afhjúpa hann í augum heimsins og sýna hann eins og hann var: ótíndur ruddi, er hvorki hefði siðferði- leg né andleg bein til að þola frægðina. ,,Ég set traust mitt“, sagði innanrikisráðherrann á einum hinna mörgu leynilegu ráðuneytisfunda, sem kallaðir voru saman út af þessu mikla vandamáli, ,,ég set traust mitt á, að móðir hans verði bæn- heyrð“, og átti með því við ósk frú Emmu Smurch um að son- ur hennar drukknaði. Þetta var því miður of seint — Smurch var búinn að vippa sér yfir At- lantshafið og síðan Kyrrahafið eins og þau væru smátjarnir. Klukkan þrjár mínútur yfir tvö e. h. hinn 17. júlí 1937 hlass- aði vélvirkinn sér í hinum hlægi- lega flugvélagarmi sínum niður á Rooseveltflugvöllinn. Það hafði að sjálfsögðu ekki komið til mála að tekið yrði í kyrrþey á móti mesta flugmanni heimsins fyrr og síðar. Móttök- urnar voru svo yfirgengilegar að hátíðleik og íburði, að allur heimurinn stóð og glápti. En til allrar hamingju var hetjan svo 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.