Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 57
JÓLASAGA
EGAR Stjarnan birtist þetta
ár sá hún að Máninn var
ekki lengur einn á himni Jarð-
arinnar.
— Góðan daginn, herra minn,
sagði hún, átt þú litlu krílin?
— Þetta eru bræður mínir,
frú, svaraði Máninn. Betra er
seint en aldrei. Mér var farið að
leiðast að vera einkasonur. Þeir
væru meira að segja þrír ef sá
þriðji hefði ekki látizt i fæðing-
unni!
— Hvað heita þeir?
— Sá minni er eldri, það er
Vanja, og sá stærri er yngri,
það er Ljocha.
Stjarnan virti gervimánana
fyrir sér andartak. „Mennirnir
hljóta að hafa breytzt mikið
síðan ég kom til að aðstoða við
fæðingu sonar mins Herra“,
sagði hún. „Ef til vill geta
bræður þínir sagt mér hvar ég
get fundið manninn sem ég
leita að?“
— Við skulum gera allt sem
við getum, frú.
— Ibúa þessa hnattar bíður
tortíming í nánustu framtíð, en
mér hefur verið falið að bjarga
þeim friðsamasta og hugrakk-
asta þeirra allra, til minningar
um son míns Herra. Vitið þið
hver hann er, litlu bræður?
— Njet, hrópaði Vanja og
skauzt hjá eins og kólfur. — Ég
hef enga farþega!
— Ég er með einn, rumdi
Ljocha. Hann hlýtur að vera
hugrakkur því ég hef aldrei
heyrt hann barma sér, og frið-
inn elskar hann fortakslaust því
hann hefur ekki hreyft sig í
tvo mánuði.
Og Ljocha opnaði kúpulinn
svo að Lajka sást; hún svaf eins
og hvítvoðungur.
— Hum! sagði Stjarnan, — í
gamla daga voru eyru hans
ekki svona löng, og nef hans
ekki svona frammjótt. En þú
hefur rétt að mæla, Ljocha,
þessi hlýtur að vera ágætastur
þeirra allra, einmitt sá sem ég
leita að . . . .“
Hún skaut frá sér töfra-
geislum sínum. Lajka opnaði
augun, rak út úr sér flauels-
tunguna og stökk yfir til
Stjörnunnar með glaðlegu bofsi.
Andartaki síðar voru þær horfn-
ar inn í Vetrarbrautina til þess
að byrja heiminn annars staðar
upp á nýtt.
— Robert Escarpit (Le Monde).
,55