Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 63
FURÐUDÝR FORTlÐARINNAR A GALAPAGOS-EYJUM
URVAL
eyjanna, er þetta eina senni-
lega skýringin á því, hve
íáar tegundir eru þar. Til dæm-
is finnst þar aðeins ein tegund
höggorma og tvær tegundir
æðri landdýra — rottan og leð-
urblakan. Ef eyjamar hefðu
einhvern tíma verið tengdar
meginlandinu með öllu því f jöl-
breytta dýralífi, sem þar er,
hlyti að vera þarna öðruvísi um-
horfs.
Dýrin, sem á annað borð gátu
fest rætur í hinu nýja heim-
kynni, tóku margvíslegum
breytingum í aldanna rás og
urðu að mjög sérstæðum teg-
undum, er hvergi finnast ann-
ars staðar í heiminum. Sjötíu og
sjö af áttatíu og níu fugla-
tegundum, sem verpa á eyj-
unum, eru einlendar. Þarna er
hreinasta paradís fyrir haf-
eðlur. Þessar skepnur, sem geta
orðið rúmur metri á lengd og
minna á dreka fornaldarinnar í
útliti, liggja hundruðum sam-
an á klettum og stöllum í sól-
skininu. Milli eðlubælanna verpa
ófleygir skarfar og mörgæsir
og sæljón leita í óða önn að
æti í svölum sjónum, sem
gjálfrar við gráar klappirnar.
Það er furðuleg sjón að sjá
mörgæsir, íbúa heimskautsvæð-
anna, lifa í nábýli við hafeðl-
urnar, sem eru hrein hitabelt-
isdýr, en þarna á eyjunum er
eins og ekkert sé eðlilegra. Þó
vekur það mesta furðu ferða-
langsins, hve gæf dýrin eru.
þrestir koma fljúgandi og setj-
1 desember 1831 lagði flotasnekkjcm
Beagle af stað frá Englundi í fimm
ára rannsóknarleiðangur umhverfis
jörðina. Vm borð var ungur maður,
sem nýlega hafði lokið háskólanámi,
og var með sem ólaunaður náttúru-
frœðingur. Þetta var Charles Darwin.
Látið grunaði hann þegar hann lagði
af stað, að hann mundi koma til
baka með vísindálegan efnivið %
kenningu, sem átti eftir að valda
byltingu í náttúruvísindum. Darwin
lagði sérstaka stund á að kynna sér
dýralíf á afskekktum eyjum, og á
Galapagoseyjum, um 1000 km. und-
an strönd Ecuador, gerði hann
merkilegar uppgötvanir. Hann tók t.
d. eftir því, að um helmingur allra
jurta og fugla voru frábrugðnar teg-
undum annars staðar i heiminum.
Um þriðjungur grunnsœvisfiska og
skriðdýra var einnig frábrugðinn því
sem annarsstaðar þekktist. Þessi af-
brigðaleiki átti sinn þátt í að móta
með honum þróunarkenninguna, sem
hann setti fram í bók sinni Uppruni
tegundanna. —• Spánverjar fundu
Galapagoseyjarnar árið 1535 og gáfu
þeim nafn eftir risaskjaZdbökum sem
þar eru (skjaldbaka er á spænsku
galapago). Síðan 1832 hafa eyjamar
lotið Ecuador, sem gaf þeim nafnið
Archipielago de Colon.
ast við fætur manns, og hauk-
urinn, sem er allra fugla for-
vitnastur, tyllir sé á klett svo
nærri, að hægt er að snertá
hann með því að rétta út hönd-
ina. Hvorki skarfarnir, hafeðl-
urnar né sæljónin sýna minnstu
óttamerki — líklega vegna
þess, að engin stór rándýr finn-
ast á eyjunum.
Þarna er þó víða ekki lengur
sú paradís, er áður var. Misk-
unnarlausasta lífvera jarðar-
61