Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 108
ÚRVAL
þess af einhverri ástríðu, og það
komu líka margar ambögur út
úr honum. Ég skal játa, að hann
gat stundum orðið mælskur og
mælska hans hafði nokkur á-
hrif á flokksmenn hans. Þeir
hrifust af einlægni hans og al-
vörugefni, og þeim bauð ekki
við teprulegri viðkvæmni hans
eins og mér. Hann er einn af
þeim, sem kalla sig hugsjóna-
menn. Hann er alltaf með þetta
endemisblaður á vörunum, sem
menntamennimir hafa verið að
kyrja okkur til leiðinda undan-
farin ár. Friðarhjal. Bræðralag
mannanna. Þér kannist við
þessa þvælu. Það versta var,
að þetta hafði ekki aðeins áhrif
á hans eigin flokksbræður, held-
ur líka á veiklunduðustu þing-
mennina í okkar flokki. Ég
heyrði á skotspónum, að Griff-
iths yrði sennilega ráðherra, ef
Verkamannaflokkurinn kæmist
til valda; það kom meira að
segja til orða, að hann yrði ut-
anríkisráðherra. Þetta var
hlægilegt, en ekki óhugsandi.
Dag nokkum kom það í minn
hlut að flytja lokaræðuna í um-
ræðum um utanríkismál. Griff-
iths hafði reifað málið og talað
5 klukkutíma. Mér fannst tæki-
færið tilvalið til þess að veita
honum verðskuldaða ráðningu.
Ég tætti í sundur ræðu hans,
benti á rökvillumar í málflutn-
ingnum og lagði sérstaka á-
herzlu á að sýna fram á þekk-
ingarskort ræðumannsins. Á
þingi er háðið bitrasta vopnið;
1 LEYNDUM HJARTANS
ég hæddi hann miskunnarlaust,
ég var í essinu mínu þennan
dag, og hláturinn glumdi í þing-
salnum. Hláturinn örvaði mig
og ég varð háðskari og fyndn-
ari en nokkm sinni fyrr. Stjóm-
arandstaðan var svipþung og
þögul, en þó kom þar, að ein-
stöku þingmaður í þeim herbúð-
um gat ekki stillt sig um að reka
upp hlátur; þér vitið, að það er
hægt að láta sér fátt um finn-
ast, þó að gert sé gys að félaga
manns eða ef til vill keppinaut.
Og hafi nokkurn tíma verið gert
gys að manni, þá gerði ég gys
að Griffiths. Það var eins og
hann hnipraði sig saman í sæt-
inu; hann varð náfölur og brátt
huldi hann andlitið í höndum
sér. Þegar ég settist, var ég bú-
inn að gera út af við hann. Ég
var búinn að gereyða öllum
framamöguleikum hans; þó að
Verkamannaflokkurinn kæmist
til valda, hafði hann ekki meiri
möguleika til að verða ráðherra
en lögregluþjónninn, sem stóð
við dymar. Ég frétti seinna, að
faðir hans, gamli námamaður-
inn, og móðir hans, hefðu komið
frá Wales, ásamt ýmsum stuðn-
ingsmönnum úr kjördæminu, til
þess að vera viðstödd, þegar
hann ynni hin glæsilega sigur,
sem þau bjuggust við að væri í
vændum. I stað þess voru þau
vitni að ósigri hans og auðmýk-
ingu. Hann hafði unnið kjör-
dæmið með naumum meirihluta.
Atburður sem þessi gat vel orð-
ið til þess, að hann missti þing-
106