Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 54
tJRVAL
FRÆGÐ OG GJÖRVILEIKI
sjá þessi blöð, og var það ekki
til þess að blíðka skap hans. Á-
standið var í sannleika mjög al-
varlegt, því að Smurch stagað-
ist sífellt á því, að nú vildi hann
„fannen-gale-mæ fara að kom-
ast í dansinn1'. Það var ekki
lengur hægt að halda honum
frá þjóð, sem æpti og hrópaði á
leyfi til að tilbiðja hann. Annar
eins vandi hafði ekki steðjað að
Bandaríkjunum síðan Lusitania
sökk.
Síðla dags hinn 27. júlí var
Smurch fluttur á laun í funda-
herbergi þar sem fyrir voru
borgarstjórar, ríkisstjórar, em-
bættismenn, hegðunarsálfræð-
ingar og blaðamenn. Hann rak
þvala krumluna í hvern og einn
og glotti aulalega. ,,Gúmoren“,
sagði hann. Þegar hann var
setztur í sæti sitt, stóð borgar-
stjóri New York upp og reyndi
með lítt duldu vonleysi í svipn-
um að skýra fyrir honum hvað
hann ætti að segja og gera þeg-
ar hann kæmi fram fyrir fólkið,
og hann lauk máli sínu með lof-
ræðu um kjark og ráðvendni
hetjunnar. Á eftir borgarstjór-
anum talaði ríkisstjóri New
York ríkis, Fanniman, sem eft-
ir hugðnæma prédikun gaf
sendiráðsritaranum í París orð-
ið, en hann hafði verið kjörinn
til að kenna Smurch listir sam-
kvæmislífsins. Jack Smurch sat
í stól sínum og hlustaði glott-
andi á. Hann var órakaður með
skyrtuna óhneppta í hálsinn og
gult óhreint hálsbindi í hend-
inni og tottaði sígarettu, sem
hann hafði vafið sjálfur. „Jájá,
ég skil hvað þið eruð að fara“,
greip hann hranalega fram í.
• „Þið viljið að ég leiki mömmu-
dreng eins og þessi .... þessi
Lindbergh." Allir gripu andann
á lofti og urðu stífir. „Herra
Lindbergh", sagði öldungar-
deildarþingmaður sótrauður af
reiði, „herra Lindbergh og herra
Byrd —“. Smurch var að skera
á sér neglurnar með vasahníf.
Hann greip fram í. ,,Byrd!“
sagði hann. „Nefndu ekki þann
fugl á nafn . . . .“ Hvöss rödd
stöðvaði þetta guðlast. Það var
nýr maður kominn inn í her-
bergið. Allir risu á fætur nema
Smurch, sem hélt áfram að
snyrta á sér neglumar og leit
ekki einu sinni upp. „Herra
Smurch“, sagði byrst rödd.
„Forseti Bandaríkjanna er
hér!“ Menn höfðu vænzt þess
að nærvera æðsta embættis-
manns landsins mundi hafa
göfgandi áhrif á hina ungu
hetju, og með einstaklega góðri
samvinnu við blöðin hafði tek-
izt að lauma forsetanum inn á
þennan leynifund.
Það varð löng óþægileg þögn.
Smurch leit upp og veifaði
kæruleysislega til forsetans.
„Hva segirann?“ rumdi letilega
í honum um leið og hann byrj-
aði að vefja sér nýja sígarettu.
Einhver hóstaði vandræðalega.
„Púff, það er heitt — ha?“
sagði Smurch. Hann hneppti
frá tvo hnappa á skyrtunni í
52