Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 67
FURÐTJDÝR FORTÍÐARINNAR Á GALAPAGOS-EYJUM
ÚRVAL
inn er sá stærsti sinnar tegund-
ar í öllum heiminum. Vængir
hans eru mjög ófullkomnir, og
sézt af því, að á eyjum þar sem
dýrin þurfa ekki að óttast neina
óvini, geta sumir líkamshlutar
orðið ónýtir án þess að um úr-
kynjun tegundarinnar sé að
ræða. Svipaða sögu má segja
um dúdúfuglinn og geirfuglinn.
Þar eð þeir fuglar eru báðir út-
dauðir, er ófleygi skarfurinn
einn þeirra fáu, sem enn lifa
með þessi einkenni. Ég sat
klukkutímum saman hjá hreiðr-
unum og horfði á foreldrana
mata ungana sína. Aðferðin var
alltaf sú sama: annar fuglinn
fór út á sjó að veiða fisk,
sem hann síðan færði hinum,
er sat heima í hreiðrinu, en
hann heilsaði með því að lyfta
höfðinu og garga á sérstakan
liátt.
Narborough virðist algerlega
ósnortin. Stórir hópar landeðla
halda sig um miðbik eyjarinn-
ar, og þar eð þarna eru engin
af húsdýrunum, sem gerðu svo
mikinn usla á hinum eyjunum,
eiga stóru skjaldbökunar hér
griðland. Það er því nauðsyn-
legt að gera Narborough að
verndarsvæði sem allra fyrst,
því að þótt menn komi þar að-
eins í stutta heimsókn getur
það haft örlagarikar afleiðing-
ar. Á Las Plazas fann ég t. d.
sex sæljón með molaða haus-
kúpu. Þeir sem drepa svo gæfar
skepnur, gera það vissulega að
gamni sínu.
Auk þess að hafa nákvæma
umsjón með verndarsvæðinu,
þarf einnig að halda uppi
fræðslustarfsemi, og ef dæma
má eftir viðbrögðum fólksins,
sem við hittum, ætti ekki að
verða nein skotaskuld úr því.
Eyjarskeggjar voru mjög hrifn-
ir af heimkynnum sínum, þó að
þeir gerðu sér ekki ljóst, hví-
líkar furðuskepnur var þar að
finna. Til dæmis höfðu þeir
ekki hugmynd um, að hafeðl-
umar fyndust hvergi annars
staðar í heiminum; fyrir þeim
voru þetta ósköp hversdagsleg-
ar skepnur. En þegar við höfð-
um skýrt málið nánar, voru þeir
strax fúsir á að kynna sér það
betur og aðstoða við að varð-
veita þessar merkilegu dýrateg-
undir. Ef stöðin kemst svo upp
rneð tilstyrk góðra manna, er
ekki ástæða til annars en ætla,
að einhver hluti eyjanna að
minnsta kosti fái að halda upp-
runalegum svip sínum.
Vitur maður í Aþenu var spurður að því hvenær hann héldi,
að ranglætið í heiminum yrði úr sögunni.
„Þegar þeir, sem ekki verða fyrir ranglætinu, bregðast eins
reiðir við þvi og hinir, sem verða fyrir þvi“, svaraði hann.
—- Arthur Mee.
65