Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 15
ÆSKA A HELVEGI
ÚRVAL
nokkru sinni fyrr í sögu samfé-
lags vors. Áður fyrr var nægi-
legt að einstaklingurinn játað-
ist formlega undir tilteknar
hegðunarreglur, en nú er þess
krafizt, að hann sýni algera
hollustu í hugsun jafnt og hegð-
un. Þeir, sem leyfa sér að geyma
í leyndum hugans sérskoðanir
eða efagirni, eru ofsóttir og
stegldir opinberlega. Það er orð-
ið hættulegt að hafa sínar eigin
skoðanir. Sérkenni eru talin til
geðbilunar og sá sem sýnir
merki um slíkt er þegar umset-
inn „bjargvættum", allt frá far-
andprédikurum til „heilaþvott-
ar“ sérfræðinga, sem leggja allt
kapp á að má út persónuleikann
og gera einstaklinginn að því,
sem Bertrand Russel kallaði ný-
lega „tönn í hjóli“.
Hvergi er krafan um það, að
allir skuli vera eins, jafnafdrátta-
laus og meðal æskulýðsins, og
þá einkum þess hlutans, sem vér
nefnum vandræðaunglinga.
Klæðaburður hans, strangar
hegðunarreglur, óbifandi holl-
usta við þann hóp, sem ungling-
urinn hefur bundizt, ber þessu
ljóst vitni. f hegðun þessara
unglinga sjáum vér skopstæl-
ingu af sjálfum oss, þar sem
krafan um að allir séu eins er
orðin æðsta dyggð. Á þennan
hátt hefur sú geðbilun. sem
æskulýðurinn hefur tekið í arf
frá oss, komizt á hærra stig.
Vér höfum arfleitt æskulýðinn
að félagslegum sjúkdómi, sem
leiða mun menningu vora til
dauða, ef- vér stingum ekki við
fæti og tökum öll mannleg sam-
skipti til gagngerar endurskoð-
unar.
f ljósi þess, sem að framan
segir, hljótum vér að líta hegð-
un æskunnar allt öðrum og al-
varlegri. augum en hingað til.
Vér getum ekki lengur litið á
hana sem óhlýðniskast, er af
einhverjum óskiljanlegum á-
stæðum, kannski af hreinni til-
viljun, hefur gripið unglingana;
ónáttúru, sem hægt sé að lækna
með því að beita fáeinum hús-
ráðum úr handbókum lækna,
presta, kennara, lögreglumanna
og dómara. Bann við „hasar-
blöðum“, kvikmyndaskoðun,
lokun sjónvarpsstöðva, fleng-
ingar, efling skátahreyfingar-
innar, útgöngubann unglinga,
efling lögreglunnar mun lítt
stoða. Hér dugir ekki minna en
gagnger breyting á sambúðar-
háttum manna.
Krafan um, að allir skuli vera
eins, er andstæð lífinu sjálfu.
Það er ekki hægt að bæla niður
eðlislæga þörf mannsins til þess
að kenna sig sem einstakling,
er sé frábrugðinn öðrum ein-
staklingum. Þegar hugsun hans
og hegðun er reirð í þröngar
viðjar, þegar einstaklingseðli
hans er meinað að njóta sín,
hverfur hann aftur til frum-
stæðis og rífur niður í kringum
sig þá samfélagsbyggingu, sem
reynir að hefta hann þannig.
Sé honum á hinn bóginn veittur
greiður aðgangur að uppsprettu-
13