Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 37
Ófáar merkar uppgötvanir eru að
þakka hreinni tilviljun
eða slysni.
Uppgötvanir gerðar af slysni.
Grein úr „The Redemptorist Record“,
eftir Dermont Camiing.
9
YMSAR af mestu uppgötvun-
um heims urðu til fyrir mis-
tök, slysni eða tilviljun. Það
hefur oft borið við, að vísinda-
menn, sem unnið hafa að til-
raunum með eitthvert sérstakt
markmið í huga, hafa dottið
niður á eitthvað miklu mikilvæg-
ara og allt annað en það, sem
þeir stefndu að með tilraunum
sínum.
Það var t. d. hrein tilviljun, að
hið svonefnda öryggisgler varð
til. Árið 1903 var franskur efna-
fræðingur, Edouard Benedictus,
að vinna í efnarannsóknarstofu
sinni, þegar honum varð það á
að velta flösku með celloloid-
blöndu ofan af hárri hillu. Flask-
an skall í gólfið, en Benedictus
tók eftir því, að enda þótt
sprungur kæmu í glerið, brotn-
aði flaskan ekki í sundur.
Við nánari athugun komst
hann að raun um, að celloloid-
blandan hafði myndað þunna
húð á innra borði flöskunnar,
og að það var hún sem hélt
flöskunni saman. Þessi slysni
varð til þess að honum hug-
kvæmdist að búa til ,,samloku“
úr tveim glerplötum með þunnri
húð úr nitro-cellolose á milli, og
þannig varð öryggisglerið til. en
það er mikið notað þar sem
mönnum getur stafað hætta af
glerbrotum, m. a. í bílrúður.
Charles Goodyear vann árum
saman að tilraunum með gúm,
en það var ekki fyrr en honum
varð það á að hella blöndu af
brennisteini og gúmi á heitan
ofn, að hann datt niður á það,
sem hann var að leita að. Því
að það var þá, sem hann upp-
götvaði, að þegar gúmi er
blandað saman við brennistein
og blandan hituð, tekur það al-
gerum eðlisbreytingum, það
hættir að vera lím- og kvoðu-
kennt, en verður fjaðurmagnað
og fær mikið þanþol. Það er
þetta sem kallað er að ,,sjóða“
(vúlkanísera) gúm.
Tilviljun kom einnig franska
vísindamanninum Louis Dagu-
erre, inn á rétt spor í tilraunum
hans til ljósmyndunar á tinplöt-
ur, sem voru fyrirrennarar nú-
tíma ljósmynda. Dag nokkurn
var hann að reyna nýja tegund
af plötum með silfurhúð, sem
i
35