Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 37

Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 37
Ófáar merkar uppgötvanir eru að þakka hreinni tilviljun eða slysni. Uppgötvanir gerðar af slysni. Grein úr „The Redemptorist Record“, eftir Dermont Camiing. 9 YMSAR af mestu uppgötvun- um heims urðu til fyrir mis- tök, slysni eða tilviljun. Það hefur oft borið við, að vísinda- menn, sem unnið hafa að til- raunum með eitthvert sérstakt markmið í huga, hafa dottið niður á eitthvað miklu mikilvæg- ara og allt annað en það, sem þeir stefndu að með tilraunum sínum. Það var t. d. hrein tilviljun, að hið svonefnda öryggisgler varð til. Árið 1903 var franskur efna- fræðingur, Edouard Benedictus, að vinna í efnarannsóknarstofu sinni, þegar honum varð það á að velta flösku með celloloid- blöndu ofan af hárri hillu. Flask- an skall í gólfið, en Benedictus tók eftir því, að enda þótt sprungur kæmu í glerið, brotn- aði flaskan ekki í sundur. Við nánari athugun komst hann að raun um, að celloloid- blandan hafði myndað þunna húð á innra borði flöskunnar, og að það var hún sem hélt flöskunni saman. Þessi slysni varð til þess að honum hug- kvæmdist að búa til ,,samloku“ úr tveim glerplötum með þunnri húð úr nitro-cellolose á milli, og þannig varð öryggisglerið til. en það er mikið notað þar sem mönnum getur stafað hætta af glerbrotum, m. a. í bílrúður. Charles Goodyear vann árum saman að tilraunum með gúm, en það var ekki fyrr en honum varð það á að hella blöndu af brennisteini og gúmi á heitan ofn, að hann datt niður á það, sem hann var að leita að. Því að það var þá, sem hann upp- götvaði, að þegar gúmi er blandað saman við brennistein og blandan hituð, tekur það al- gerum eðlisbreytingum, það hættir að vera lím- og kvoðu- kennt, en verður fjaðurmagnað og fær mikið þanþol. Það er þetta sem kallað er að ,,sjóða“ (vúlkanísera) gúm. Tilviljun kom einnig franska vísindamanninum Louis Dagu- erre, inn á rétt spor í tilraunum hans til ljósmyndunar á tinplöt- ur, sem voru fyrirrennarar nú- tíma ljósmynda. Dag nokkurn var hann að reyna nýja tegund af plötum með silfurhúð, sem i 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.