Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 97

Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 97
1 LEYNDUM HJARTANS og hann sagði mér, að ég væri eins og þrítugur maður að því er heilsufarið snerti. Ég vinn mik- ið, en ég er aldrei þreyttur, og ég hef mikla ánægju af starfi mínu. Ég reyki mjög lítið og er hófsmaður á vín. Líkami minn er í góðri þjálfun og ég lifi reglusömu lífi. Ég er sem sagt fullkomlega heilbrigður. Eg býst við að yður þyki það bæði heimskulegt og bamalegt af mér að vera að leita til yðar“. Dr. Audlin sá, að hann varð að koma honum til aðstoðar. ,,Ég veit ekki hvort ég get hjálpað yður. Ég skal reyna. Líður yður illa ?“ Mountdrago lávarður ygldi sig. _ „Ég gegni miklu ábyrgðar- starfi. Ákvarðanirnar, sem ég verð að taka, geta auðveldlega haft áhrif á velferð landsins og jafnvel friðinn í heiminum. Það er lífsnauðsyn, að dómgreind mín sé óbrjáluð og hugsun mín skýr. Ég tel það skyldu mína að grafast fyrir rætur þess, sem veidur mér áhyggjum og kann að hafa óheillavænlegar afleið- ingar fyrir starf mitt.“ Dr. Áudlin starði stöðugt á lávarðinn. Hann varð margs vísari. Að baki mikillátrar og hrokafullrar framkomu leyndist ótti, sem sjúklingurinn gat ekki losnað við. „Ég bað yður að gera yður það ómak að koma hingað, af því að ég veit af eigin reynslu, að það er auðveldara að tala af ÚRVAL fullri hreinskilni í dimmri lækn- ingastofu heldur en í venjulegu umhverfi sjúklingsins.“ „Lækningastofur eru vissu- lega dimmar,“sagði Mountdrago lávarður kuldalega. Hann þagn- aði. Það var auðséð, að þessi maður, sem hafði svo mikið sjálfstraust og var alla jafna svo orðfimur og fljótur að átta sig, — þessi maður var nú í standandi vandræðum. Hann brosti, til þess að sýna læknin- um, að ekkert amaði að honum, en það var kvíði í augnaráðinu. Þegar hann tók aftur til máls, var röddin óeðlilega alúðleg. „Þetta er allt svo mikill hé- gómi, að ég get varla fengið af mér að vera að ónáða yður með því. Ég býst við að þér segið mér að láta af þessum bjánaskap og hætta að sóa dýr- mætum tíma yðar.“ „Jafnvel það, sem manni virð- ist vera hégómi, getur haft mikla þýðingu. Það getur verið einkenni djúpstæðra tnrflana. Og hvað viðvíkur annríki mínu, þá skuluð þér ekki hafa neinar áhyggjur af því.“ Rödd dr. Audlins var lág og alvarleg. Tilbreytingarleysi hennar var einkennilega sefandi. Að lokum ákvað Mountdrago lávarður að skýra hreinskilnis- lega frá öllum málavöxtum. „Sannleikurinn er sá, að mig hefur dreymt illa undanfarið. Ég veit, að það er heimskulegt að taka mark á draumum — en ef ég á að vera hreinskilinn, þá 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.