Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 3
íslensk skáldverk
fyrir börn og unglinga
Adda
ML .HL IENNAOG HREIÐAR
ADDA
Jenna og Hreiöar
Stefánsson
Myndir: Rebekka Rán
Samper
Þetta er fyrsta bókin í hinum
geysivinsæla bókaflokki
þeirra Jennu og Hreiðars
um Öddu. Hún átti erfiða
daga sem niðursetningur en
svo eignast hún kjörforeldra
og flyst í þorp úti á landi og
lendir þar bæði í vanda og
ævintýrum.
Almenna bókafélagið hf.
Verö: 1.295 kr.
ANDRÉS INDRIÐASON
ALLT í BESTA LAGI
Andrés Indriðason
Það er ótrúlegt hvað komið
getur fyrir blásaklausan sext-
án ára ungling á einni viku ...
Fjörug, hörkuspennandi og
raunsæ saga um unglinga,
rómantík og róstur í Reykja-
vík á sjötta áratugnum.
Iðunn.
Verð: 1.598 kr.
BAK VIÐ BLÁU AUGUN
Þorgrímur Þráinsson
Bak við bláu augun er saga
um nýnema í menntaskóla
sem eru jafn ólíkir og þeir
eru margir. Þetta er saga
um stúlku sem hefur svo fal-
leg, blá augu að bekkjarfé-
lagi hennar leggur það á sig
að mæta berfættur í skólann
til að vekja athygli hennar
og íhugar líka að segja
kærustunni sinni upp. En
hvað er á bak við bláu aug-
un? Það eru leyndardómar
sem lesendur bókarinnar fá
smátt og smátt að kynnast.
Unglingabækur Þorgríms
Þráinssonar hafa vakið
mikla athygli. Þær hafa orð-
ið metsölubækur og hlotið
einróma lof gagnrýnenda.
Höfundur hlaut unglinga-
bókaverðlaun Reykjavíkur-
borgar 1990 og Menningar-
verðlaun VISA árið 1992.
178 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 1.890 kr.
BENJAMÍN DÚFA
Friðrik Erlingsson
Friðrik Erlingsson hlaut ís-
lensku barnabókaverðlaunin
árið 1992 fyrir sögu sína
Benjamín dúfu. Sagan segir
frá sumri í lífi vina í litlu
hverfi, hvernig brestir koma
í vináttuna, ævintýrið hættir
og kaldur veruleikinn tekur
við. Friðrik skapar hér eink-
ar trúverðuga og áhrifamikla
sögu fyrir drengi og stúlkur.
Hún hefur þegar vakið mikla
athygli og hlotið frábæra
dóma. Verðlaunabók í sér-
flokki.
Vaka-Helgafell.
Verð: 1.490 kr.
BÓKASAFN BARNANNA
Flokkur léttlestrarbóka eftir
íslenska höfunda og mynd-
listarmenn. Bækurnar eru:
Flyðruveiðin eftir Gunnar
Harðarson og Halldór Bald-
ursson, Helga og hunangs-
fiugan eftir Þórgunni Jóns-
dóttur og Þóru Sigurðardótt-
ur og Prinsinn sem lék á
nornina eftir Gísla Ásgeirs-
son og Margréti E. Laxness.
24 blaðsíður hver bók.
Mál og menning.
Verð: 390 kr. hver bók.
BÆNABÓK BARNSINS
Falleg og vönduð bók með
bænum fyrir börn; kvöld-
bænum, borðbænum, ferða-
bænum og bænaversum
sem verða hverju íslensku
barni gott veganesti.
Iðunn.
Verð: 1.280 kr.
DIMMALIMM
Guðmundur
Thorsteinsson, Muggur
Sagan af Dimmalimm kom
út í nýrri íslenskri útgáfu í
fyrra og seldist upp á
3