Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 39

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 39
Þýdd skáldverk S.O. - og hvenær lætur S.O. aftur til skarar skríða? 254 blaðsíður. Frjáls fjölmiðlun hf. - Urvalsbækur. Verð: 790 kr. Steiktik _. ÍK/EWIrTÓMATAK. QRÆKI BÓKin Á B BÓKIN Á BAK VID KVIKMYNDIINA STEIKTIR GRÆNIR TÓMATAR Fannie Flagg Þýðing: Jóhanna G. Erlingsson Þetta er bókin sem sam- nefnd kvikmynd byggist á og hefur farið sigurför um allan heiminn. Kvikmyndin hefur verið sýnd hér á landi mánuð eftir mánuð. Þessi athyglisverða bók kemur út núna vegna fjölda áskorana frá þeim sem sáu kvikmynd- ina og vilja fá ítarlegri frá- sögn. 300 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.490 kr. STUND HEFNDARINNAR Alistair MacLean/Alastair MacNeill Hröð og æsispennandi saga um hryðjuverk og undirróð- ur, blekkingar og hefndar- þorsta. Iðunn Verð: 1.998 kr. SVARTI PRINSINN Iris Murdoch Þýðing: Steinunn Sigurðardóttir Ein þekktasta bók skáldkon- unnar góðkunnu; marg- slungin og áleitin verðlauna- saga um sterkar tilfinningar og mannleg örlög. Iðunn Verð:2.480 kr. Rcgine Deforges Svaitur tangó SVARTUR TANGÓ Régine Deforges Þýðing: Hrafnhildur Guðmundsdóttir Svartur tangó er fjórða bindi sögunnar af Leu, Stúlkunni á bláa hjólinu. Stríðinu er lokið en nú hefst tími hefnd- ar, uppgjörs og upplausnar. Nurnberg-réttarhöldin stan- da sem hæst en Sara sættir sig ekki við þá tegund rétt- lætis og einsetur sér, þrátt fyrir langt samtal við Simon Wiesenthal, að ná sér niðri á kvölurum sínum. Hún fær vini sína, Frangois og Leu, í lið með sér og leikurinn berst til Argentínu í fótspor SS-böðlanna. Blanda af hryllingi stríðsins og unaði ástarinnar, krydduð hugleið- ingum um eðli hefndar, rétt- lætis og ástar eins og Régine Deforges einni er lagið. Bókin er kærkomið lesefni hins mikla fjölda íslenskra aðdáenda Stúlkunnar á bláa hjólinu. 320 blaðsíður. ísafold. Verð: 2.750 kr. mmm TAUGASTRÍÐIÐ Ruth Rendell Þýðing: Jónína Leósdóttir Ruth Rendell er nú einn þekktasti spennusagnahöf- undur í heimi og kannast sjálfsagt margir Islendingar við sjónvarpsmyndir sem gerðar hafa verið eftir sög- um hennar. Taugastríðið er mögnuð bók, „sálfræðiþrill- er”. Hún fjallar um mann sem dæmdur er til langrar fangelsisvistar fyrir að skjóta á lögreglumann og slasa hann þannig að hann verður bundinn við hjólastól það sem hann á eftir ólifað. Þeg- ar afbrotamaðurinn losnar úr prísundinni verður það keppikefli hans að kynnast fórnarlambi sínu. Og ekki auðveldar það málin þegar hann fer að girnast kærustu lögreglumannsins. Það upp- hefst sannkallað Taugastrið og lesandinn tekur þátt í að leiða það til lykta. 256 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 1.980 kr. Tíu litlir ne^rastrá\ar TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR Agatha Christie Þýðing: Jón Daníelsson ... Hann er öruggur. Hann mun Ijúga til dómsdags án þess að blikna - en hann getur ekki treyst henni ... - Agatha í sínu besta formi. 197 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.990 kr. OPIÐ Laugardaga kl. 10 til 22 sunnudaga kl. 13 til 22 ÍSAFOLD Austurstræti 10 39

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.