Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 13
Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga
við evrópskan og íslenskan
sagnasjóð. Formála skrifar
að þessu sinni dr. Jón Hnef-
ill Aðalsteinsson.
280 blaðsfður.
Fjölvi-Vasa.
Verð: 1.080 kr.
GRÆNA
BÓKIN
GRÆNA BÓKIN
Fred Pearce
Þýðing: Gunnhildur
Óskarsdóttir og Arnþór Þ.
Sigfússon
Græna bókin er handbók
barnanna um umhverfismál.
í bókinni er fjallað um hugtök
eins og gróðurhúsaáhrif,
endurvinnslu, súrt regn, eyð-
ingu regnskóga o.fl. og bent
á leiðir til úrbóta. Bókin er
prýdd fjölda mynda til frekari
glöggvunar. Græna bókin á
erindi inn á hvert heimili.
30 blaðsíður.
Bjallan hf.
Verð: 1.875 kr.
GULLEYJAN
Robert Louis Stevenson
Þýðing: Stefán Júlíusson
Bókin Gulleyjan hefur jafnan
vakið hrifningu og spennu
meðal barna og unglinga.
Þetta er splunkuný út-
gáfa, ríkulega myndskreytt
og litprentuð.
80 blaðsíður.
Setberg.
Verð: 975 kr.
HANS KLAUFI
IIJÓIt.N WIINBI.AD
SKJALDDOKG
HANS KLAUFI
H.C. Andersen
Teikningar: Bjorn Wiinblad
Þýðing: Guðrún
Þórarinsdóttir
Tveir snillingar sameinast
um þessa bók, H.C. Ander-
sen og einn þekktasti
skreytinga- og myndlistar-
maður Dana, Bjorn Wiin-
blad. Úr þeirri samvinnu
verður gullfalleg bók, bæði
að efni og myndskreytingu.
Listaverk í bókarformi.
36 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 790 kr.
HUNDURINN SEM HLJÓP
UPP TIL STJÖRNU
Henning Mankell
Þýðing: Gunnar
Stefánsson
Jóel, 11 ára, býr einn með
pabba sínum. Hann stofnar
leynifélag til að leita hins
dularfulla hunds sem hleyp-
ur upp til stjörnu. Jóel lifir í
barnslegum ímyndunar-
heimi þar sem flest verður
að ævintýri en nú er hann
að kynnast veröld fullorðna
fólksins þar sem raun-
veruleikinn ræður ríkjum.
178 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1.180 kr.
HVAÐ GERÐIST ÞÁ?
Tove Jansson
Þýðing: Böðvar
Guðmundsson
Sérstæð og bráðskemmtileg
myndabók um Múmínsnáð-
ann sem lendir í ótrúlegum
vandræðum með vinum sín-
um. Sagan er í formi kvæðis
sem Böðvar Guðmundsson
skáld hefur snúið listilega á
íslensku.
24 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1.380 kr.
HVAR ER VALLI?
HVAR ER VALLI NÚNA?
Martin Handford
Þessar sérstæðu bækur fara
sigurför um heiminn. Þær
eru í senn skemmtilegar,
fræðandi og þroskandi (sker-
pa athyglisgáfuna). Skemmt-
unin er í því fólgin að finna
hvar tR )
valu I
núnm
Valla - og einnig margt fleira
sem um er spurt - í hinu
margvíslegasta umhverfi. í
fyrri bókinni er umhverfið nú-
tímalegt en fjölbreytt og í
seinni bókinni er umhverfið
valið úr ýmsum tímum
mannkynssögunnar og fræð-
ist lesandinn þá um umhverf-
ið sem hann er að leita í.
22 blaðsíður, stórt brot.
Almenna bókafélagið hf.
Verð: 1.482 kr. hvor bók.
HVER VILL LEIKA
VIÐ MIG?
Michele Coxon
Þýðing: Vilborg
Dagbjartsdóttir
Ljómandi falleg barnabók
um strákinn Láka og köttinn
Bröndu sem bæði eru ein-
mana en hittast í miðri bók!
Þetta er bók sem er í senn
þroskandi og heillandi og
börn munu snúa og skoða á
alla kanta.
32 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 880 kr.
13