Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 35
Þýdd skáldverk
LÍFIÐ FRAMUNDAN
Romain Gary
Þýðing: Guðrún
Finnbogadóttir
Mómó er lítill og fallegur
snáði sem elst upp í fá-
tækrahverfum Parísar hjá
gamalli uppgjafa vændis-
konu. Með þeim tekst vin-
átta sem nær út yfir gröf og
dauða. í senn fyndin og
grátleg lýsing á hörðum
heimi stórborgarinnar. Eitt af
sígildum verkum franskra
bókmennta sem hlotið hefur
mestu bókmenntaverðlaun
Frakklands, Goncourt-verð-
launin.
190 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 2.480 kr.
MAÐUR SKÓGARINS
Jean Giono
Þýðing: Þorsteinn
Siglaugsson
Elzéard Bouffier hefur tekið
sér fýrir hendur að rækta
skóg í eyðilegu einskis-
mannslandi og smátt og
smátt breytir landið um
mynd.
Þessi hrífandi saga eftir
einn þekktasta höfund
Frakka á þessari öld lætur
engan ósnortinn.
40 blaðsíður.
Fjölsýn, forlag.
Verð: 890 kr.
MEÐLEIGJANDI ÓSKAST
John Lutz
Þýðing: Erling Aspelund
Ein athyglisverðasta spennu-
saga ársins. Samnefnd kvik-
mynd hefur verið nefnd
„International Thriller of the
Year” í Bandaríkjunum.
Spenna, ólga og ástríður
einkenna söguna sem erfitt
er að leggja frá sér hálf-
lesna.
256 blaðsíður.
Frjáls fjöimiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
Verð: 790 kr.
MELKORKA
- DENSTUMME
Ragnhildur Ólafsdóttir
Þýðing: Ragnhildur
Ólafsdóttir o.fl.
Upplögð bók til að halda
dönskunni við og til kennslu
í skólum landsins. Sögurnar
eru tilvalið efni í kvikmyndir.
Ragnhildur skrifar á dönsku,
en sjálf hefur hún þýtt
nokkrar smásagna sinna á
íslensku og auk þess hafa
Inga Birna Jónsdóttir og
Kristín Oddsdóttir Bonde
lagt henni lið við þýðingar
smásagnanna. Melkorka -
den stumme leiðir lesanda
sinn inn í heim íslendinga-
sagnanna og gefur innsýn í
lífshætti og hugsunarhátt
sögualdarinnar. Bókin er
bæði á íslensku og dönsku.
Þýðingarsjóður Norður-
landaráðs studdi útgáfu
bókarinnar.
Stokken.
Verð: 2.480 kr.
MÖMMUDRENGUR
Charles King
Þýðing: Elísabet Arngríms
Gagnrýnendur hafa líkt
þessari æsispennandi bók
við bókina Lömbin þagna,
sem flestir þekkja. Geðveik-
ur morðingi myrðir fjöl-
skyldu. Honum sést yfir litla
mállausa tökudrenginn sem
situr inni í skáp án þess að
morðinginn viti og verður
vitni - vitni sem verður að
fjarlægja áður en það er um
seinan.
352 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
Verð: 790 kr.
NÓTT YFIR HAFI
Ken Follett
Ken Follett, konungur
spennusagnanna, er hér á
ferð með nýja, almagnaða
skáldsögu sem farið hefur
sigurför um heiminn. Hún
gerist í flugskipi á leið yfir
Atlantshafið til Bandaríkj-
anna við upphaf síðari
heimsstyrjaldar. Farþegarnir
hafa allir ríka ástæðu til far-
arinnar og fléttast örlög
þeirra saman þessa ó-
gleymanlegu nótt yfir hafi.
Atburðarásin er hröð og
spennandi, full af átökum og
ástríðum. Follett bregst hér
ekki fremur en í fyrri met-
sölubókum sínum og skrifar
hér eftirminnilega sögu sem
bæði karlar og konur munu
kunna vel að meta.
390 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Verð: 980 kr.
ALLAR
bækur
ALLA daga
til kl. 22
ÍSAFOLD
Austurstræti 10
35