Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 24

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 24
íslensk skáldverk EGILS SAGA SKALLA-GRÍMSSONAR SIGURÐUR NORDAL fiAi* i>r HID ISLENZKA EORNK ITAI'ÉLAG KEYKiAVlK - MCMXXXHI EGILS SAGA SKALLA-GRÍMSSONAR Sigurður Nordal gaf út Sagan gerist á tímabilinu 860-990 og greinir frá ævin- týralegu lífi Egils á íslandi, í Noregi og Englandi. Einnig segir frá skáldskap hans, og þar eru hin frægu kvæði hans Höfuðlausn, Sonator- rek og Arinbjarnarkviða. 319 blaðsíður. Hið íslenzka fornritafélag. Verð: 3.200 kr. SAoruaídur SAorsíeinsson Engill i MEÐAL Hi ÁHORFENDA ENGILL MEÐAL ÁHORFENDA Þorvaldur Þorsteinsson Það kemur á daginn að Engill meðal áhorfenda er ekki venjuleg sögubók. Les- andi fær það skemmtilega hlutverk að vera þátttakandi og áhorfandi að sérkenni- legu sjónarspili sem sviðsett er á síðum bókarinnar. Þor- valdur Þorsteinsson hefur samið um fimmtíu stuttar sögur þar sem hann snýr upp á lögmál leiksviðs, sögusviðs og veruleika þannig að til verður ný og óræð vídd. Hér er magnað- ur seiður með galdri leik- hússins og töfrum frásagn- arinnar. Sögurnar eru bæði ærslafullar og alvarlegar, fá- ránlegar og hversdagslegar, nýstárlegar og hefðbundnar. Þetta er ögrandi skemmti- lestur. Bjartur. Verð: 1.595 kr. TRAUSTI STEINSSON FJALL RÍS virkjunarsaga Trausti Steinsson Þessi saga gerist mestan part á fjöllum þar sem unnið er að virkjunarframkvæmd- um en sumpart í höfuðborg- inni þar sem menn hvílast aðra hverja helgi og safna orku til að geta svo haldið virkjunarframkvæmdunum áfram. Fjall rís er önnur bók höf- undar. Áður er út kpmin eftir hann reisubókin Á slitnum skóm. 185 blaðsíður. Kilja. Guðsteinn. Dreifing: íslensk bókadreifing hf. Verð: 2.180 kr. FLUGFISKUR Berglind Gunnarsdóttir Þessi saga gerist í nútíman- um og segir frá sambandi móður og barns. Ung stúlka eignast sitt fyrsta barn og allt virðist leika í lyndi en smám saman hvolfist yfir hana sorg og örvilnun. Um leið hefst örvæntingarfull leit hennar að ást og von. Saga hennar er örlagasaga nú- tímastúlku. Þetta er fyrsta skáldsaga Berglindar Gunnarsdóttur en hún hefur áður sent frá sér þrjár Ijóðabækur. 130 blaðsíður. Örlagið. Verð: 1.950 kr. gjaforðið í Vesturbænum og því lýkur með hinum hrika- lega Kýklópaþætti. Orð- kynngi, málsnilld og mynd- hvörf virðast takmarkalaus. 220 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 2.480 kr. GRANDA CAFÉ Baldur Gunnarsson íslenskir farmenn (Kátir voru karlar) hafa siglt um öll heimsins höf, bíða skipbrot á ströndum Bakkusar, snúa heim og eiga hvergi höfði sínu að halla. Þeir hafast við í Vesturhöfninni, í fúafleytum og ryðkláfum í Þanghafinu. Þegar ekkert virðist framund- an nema bardagi við skips- rottur og delirium tremens kemur þjóðhöfðingi á snekkju sinni í heimsókn og teningunum er kastað. Tveir góðvinir rísa úr öskustó. Annar gerist trúarleiðtogi en hinn endurheimtir æskuást- ina sína, sem er orðin fínasta HAFIÐ Ólafur Haukur Símonarson Fjölskylduátök og skarpleg samfélagsgagnrýni fléttast saman í þessu snjalla leikriti sem sýnt er í Þjóðleikhús- inu. Persónurnar eru dæmi- gerðir íslenskir orðhákar, en oftar en ekki er fyndnin og orðheppnin sprottin af sárri reynslu. Átakaverk úr amstri dagsins, í senn meinfyndið og dapurlegt, áleitið - og satt. 80 blaðsíður. Forlagið. Verð: 990 kr. ÍSLENZK FORNRIT HARÐAR SAGA HIÐ (SLENZKA FORNRITAFÉLAG 24

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.