Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 26

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 26
Islensk skáldverk sönn, hrjúf og falleg, gleði- saga og harmsaga. Saga um konu sem bíða sterk ör- lög og hún berst gegn með yfirnáttúrlegum kröftum; forneskju, líkamsafli og góð- vild. Þetta er saga um hvernig hið góða sigrar hið illa, að minnsta kosti um stundarsakir. Bókin er end- urútgefin í tilefni níræðisaf- mælis höfundar. Stofn. Dreifing: íslensk bókadreifing hf. Verð: 2.180 kr. Kristnihald KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI Halldór Laxness Kristnihald undir Jökli er þroskasaga Umba sem sendur er undir Jökul til að kanna kristnihald þar. Hann hittir þar merkilegar persónur sem hafa sterk áhrif á hann og kollvarpa veikum lífs- grundvelli hans. Umbi sog- ast í hringiðu lífs þeirra, hug- mynda og tilfinninga og verð- ur aldrei samur. Kristnihaldið er ein af dýrustu perlunum í sagnaskáldskap íslendinga og hefur kvikmynd eftir bók- inni hlotið verðlaun og viður- kenningar víða um heim. Þessi vinsæla skáldsaga kemur nú út í nýrri útgáfu. 334 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.590 kr. KYNJASÖGUR Böðvar Guðmundsson í þessu nýja smásagnasafni segir frá englinum Snorra Sturlusyni, Georgi dreka- bana, Tarsan apafóstra, og leigubílstjóranum sem ákvað að kaupa sér eina tælenska. Með Kynjasögum dregur Böðvar Guðmundsson upp undirfurðulegar myndir úr goðsögnum og íslenskum veruleika og fer á kostum í fyndinni frásögn þar sem allt getur gerst. Sigurborg Stef- ánsdóttir myndskreytti. 190 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.380 kr. LEITIN Vigfús Björnsson Tuttugu og fimm sögur og þættir. Hér segir m.a. frá henni Emmu og ástarbralli hennar við kornungan pilt. Jobba, sem fer suður til dýrðarinnar Reykjavíkur að afla sér auðs og frama. Svarta hausnum. Aftur- göngu og strákagullinu Agn- esi. Lilla kamarhreinsara og hlunnindum nokkrum því fylgjandi. Erótískum lager- störfum. Valda á Brimbakka og mæðgunum Lillu og Gullu. Hinni þokkaríku og gáfuðu Guðnýju sem er „setin” Kerlingunni Vömm. Moniku, Reykjavíkurstúlk- unni, sem mætir örlögum sínum norður í Skagafirði. - Leitin er jólabók íslendinga á öllum aidri - og íslensku- mælandi vina erlendis. 227 blaðsíður. Kornið. Verð: 2.780 kr. LITLAR SÖGUR Sverrir Páll Erlendsson Litlar sögur eru safn sextán sagna um fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar hvers- dagsleikans. Meðal annarra koma við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrirmyndarhús- móðir, Herjólfur skósmiður, Jóhanna af Örk, unglingur- inn Gunnar og ég. Farið er á tónleika á gulum Renault, í leikhús, fylgst með kosn- ingadegi, hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið málað svart. Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður gefið út Ijóðabók- ina Þú og heima og þýtt bækurnar um Önnu (Kæri herra Guð, þetta er hún Anna og Önnubók). Litlar sögur eru fyrstu frumsamdar sögur hans sem dregnar eru upp úr skúffu og koma fyrir augu manna. 224 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 2.680 kr. Ó FYRIR FRAMAN Þórarinn Eldjárn Sjaldan hefur frásagnargleði og húmor Þórarins notið sín jafn vel og í þessu sagna- safni. Þó að sögurnar hafi á sér sakleysislegt yfirbragð, er flest með þeim ólíkindum að hætt er við að tvær grím- ur renni á lesendur, enda er hér flest annað en sýnist. Hvort sem það er gæfa, heppni eða hamingja - þeg- ar minnst varir er komið ó fyrirframan. 142 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.680 kr. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.