Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 49
Bœkur almenns efnis
Ábúendatal Villingaholts-
hrepps í Árnessýslu 1801-
1981, síðara bindi. Ó-
missandi heimild um mann-
líf í Flóanum frá byrjun síð-
ustu aldar fram undir okkar
daga.
281 blaðsíða.
Ormstunga.
Verð: 4.300 kr. síðara
bindi.
6.900 kr. bæði bindin.
ÁSTARELDUR
Dr. Glenn Wilson
Þýðing: Magnús Rafnsson
Hér er rætt á hispurslausan
hátt um ýmsar leiðir til að
auka nautnir kynlífsins í til-
breytingaríku og ástúðlegu
sambandi tveggja mann-
eskja sem elska hvor aðra.
Hér er hulunni svipt af göml-
um feimnismálum. Eftir einn
virtasta kynlífsfræðing
Breta. Prýdd miklum fjölda
Ijósmynda í litum.
192 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 2.980 kr.
BLÍTT OG STRÍTT
Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr-
verandi ráðherra hefur hér
skráð tíu þætti um ólík efni -
úr lífi fólksins í landinu, blíðu
og stríðu.
Þetta eru mannlífsþættir,
t.a.m. um mannfundi og fé-
lagsstarf, meinleg örlög og
óhappaatburði, skólastarf
og sveitarstjórn, sem sýna í
hnotskurn sögu byggðar og
eru dæmigerðir fyrir land og
þjóð - þó að þeir fjalli um
Mjófirðinga eina.
Ótalmargir þekkja hve vel
Vilhjálmi er lagið að segja
frá - með alþýðlegum og
glettnum hætti. Metsölu-
bækur hans, Frændi Kon-
ráðs og Hann er sagður
bóndi bera því glöggt vitni.
Þetta er fróðleg og athygl-
isverð bók.
400 blaðsíður.
Æskan.
Verð: 2.980 kr.
B.OPjBERAR.
LJ.OÍSSINS
TERRYLraN
TAYL0R
BOÐBERAR LJÓSSINS
Terry Taylor
Þýðing: Anna María
Hilmarsdóttir
Þessi einstaka bók fjallar
um engla og er ætlað að
minna okkur á að þeir eru
ætíð reiðubúnir til þess að
veita okkur það besta. Sér-
hver stund og athöfn í lífi
okkar á sér sinn engil sem
við getum leitað til. Við þurf-
um að læra að tengjast
þeim og þekkja til þess að
geta nýtt okkur aðstoð
þeirra í lífinu. Þessi bók
opnar nýjar víddir í hugsun
okkar um andleg mál.
208 blaðsíður.
Birtingur - Nýaldarbækur.
Verð: 2.490 kr.
BÓK AFMÆLISDAGANNA
Torfi Jónsson tók saman
Þetta er afmælisdagabók
með vísum, sem Torfi Jóns-
son tók saman. Ein vísa er
fyrir hvern dag ársins og
höfundar vísnanna eiga af-
mælisdag á þeim degi þeg-
ar vísan birtist í bókinni. Aft-
ast í bókinni er skrá yfir höf-
undana í stafrófsröð með
fæðingar- og dánardægrum
þeirra.
398 blaðsíður.
Skuggsjá.
Verð: 1.780 kr.
in Icelandic Waters
BRITISH TRAWLERS IN
ICELANDIC WATERS
Jón Þ. Þór
Þýðing: Hilmar Foss
Það er nær einstakt að ís-
lenskt sagnfræðirit komi út á
ensku, hefur ekki komið fyrir
síðustu hálfu öldina. Hér
birtist hin breska togarasaga
Jóns Þ. Þórs í enskri af-
burðaþýðingu Hilmars Foss,
mjög aukin með nýjum
heimildum, sem fundist hafa
á breskum söfnum. Upphaf
breskra togaraveiða við ís-
land, sending breskrar flota-
deildar til íslands og samn-
ingar Atkinsons flotaforingja
við Magnús Stephensen
landshöfðingja. Krafa ís-
lendinga um friðun Faxa-
flóa, upphaf landhelgisbar-
áttunnar. Bráðskemmtileg
og spennandi bók, tilvalin
jólagjöf til vina erlendis.
Eina íslenska sagnfræðiritið
á enskri tungu.
264 blaðsíður.
Fjölvi-Vasa.
Verð: 3.710 kr. m. vsk.
Qb
49