Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 49

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 49
Bœkur almenns efnis Ábúendatal Villingaholts- hrepps í Árnessýslu 1801- 1981, síðara bindi. Ó- missandi heimild um mann- líf í Flóanum frá byrjun síð- ustu aldar fram undir okkar daga. 281 blaðsíða. Ormstunga. Verð: 4.300 kr. síðara bindi. 6.900 kr. bæði bindin. ÁSTARELDUR Dr. Glenn Wilson Þýðing: Magnús Rafnsson Hér er rætt á hispurslausan hátt um ýmsar leiðir til að auka nautnir kynlífsins í til- breytingaríku og ástúðlegu sambandi tveggja mann- eskja sem elska hvor aðra. Hér er hulunni svipt af göml- um feimnismálum. Eftir einn virtasta kynlífsfræðing Breta. Prýdd miklum fjölda Ijósmynda í litum. 192 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.980 kr. BLÍTT OG STRÍTT Vilhjálmur Hjálmarsson Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr- verandi ráðherra hefur hér skráð tíu þætti um ólík efni - úr lífi fólksins í landinu, blíðu og stríðu. Þetta eru mannlífsþættir, t.a.m. um mannfundi og fé- lagsstarf, meinleg örlög og óhappaatburði, skólastarf og sveitarstjórn, sem sýna í hnotskurn sögu byggðar og eru dæmigerðir fyrir land og þjóð - þó að þeir fjalli um Mjófirðinga eina. Ótalmargir þekkja hve vel Vilhjálmi er lagið að segja frá - með alþýðlegum og glettnum hætti. Metsölu- bækur hans, Frændi Kon- ráðs og Hann er sagður bóndi bera því glöggt vitni. Þetta er fróðleg og athygl- isverð bók. 400 blaðsíður. Æskan. Verð: 2.980 kr. B.OPjBERAR. LJ.OÍSSINS TERRYLraN TAYL0R BOÐBERAR LJÓSSINS Terry Taylor Þýðing: Anna María Hilmarsdóttir Þessi einstaka bók fjallar um engla og er ætlað að minna okkur á að þeir eru ætíð reiðubúnir til þess að veita okkur það besta. Sér- hver stund og athöfn í lífi okkar á sér sinn engil sem við getum leitað til. Við þurf- um að læra að tengjast þeim og þekkja til þess að geta nýtt okkur aðstoð þeirra í lífinu. Þessi bók opnar nýjar víddir í hugsun okkar um andleg mál. 208 blaðsíður. Birtingur - Nýaldarbækur. Verð: 2.490 kr. BÓK AFMÆLISDAGANNA Torfi Jónsson tók saman Þetta er afmælisdagabók með vísum, sem Torfi Jóns- son tók saman. Ein vísa er fyrir hvern dag ársins og höfundar vísnanna eiga af- mælisdag á þeim degi þeg- ar vísan birtist í bókinni. Aft- ast í bókinni er skrá yfir höf- undana í stafrófsröð með fæðingar- og dánardægrum þeirra. 398 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 1.780 kr. in Icelandic Waters BRITISH TRAWLERS IN ICELANDIC WATERS Jón Þ. Þór Þýðing: Hilmar Foss Það er nær einstakt að ís- lenskt sagnfræðirit komi út á ensku, hefur ekki komið fyrir síðustu hálfu öldina. Hér birtist hin breska togarasaga Jóns Þ. Þórs í enskri af- burðaþýðingu Hilmars Foss, mjög aukin með nýjum heimildum, sem fundist hafa á breskum söfnum. Upphaf breskra togaraveiða við ís- land, sending breskrar flota- deildar til íslands og samn- ingar Atkinsons flotaforingja við Magnús Stephensen landshöfðingja. Krafa ís- lendinga um friðun Faxa- flóa, upphaf landhelgisbar- áttunnar. Bráðskemmtileg og spennandi bók, tilvalin jólagjöf til vina erlendis. Eina íslenska sagnfræðiritið á enskri tungu. 264 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 3.710 kr. m. vsk. Qb 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.