Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 59
Bœkur almenns efnis
Bjútni Gitilimnsúu
tíð. Frásögnin er fjörleg og
lifandi og bókin er ríkulega
skreytt bæði teikningum og
Ijósmyndum.
302 blaðsíður.
Keflavíkurbær.
Dreifing: íslensk
bókadreifing.
Verð: 3.000 kr.
SAGA
LANDSMÓTA
UMFÍ
1909-1990
SAGA LANDSMÓTA UMFÍ
Frá 1909-1990
Viðar Hreinsson, Jón
Torfason og Höskuldur
Þráinsson
Bókin er allt í senn íþrótta-
saga í 80 ár með lifandi lýs-
ingu á flestum tegundum í-
þrótta, þjóðlífslýsing þar
sem brugðið er upp sam-
tímalýsingum frá hverju
landsmóti, persónufrásögn
með viðtölum við á þriðja
hundrað manna sem lýsa á
einstæðan hátt þátttöku
sinni í landsmótum og minn-
isstæðum atburðum, bæði
íþrótta- og félagslegum.
I ritdómi Steinars J. Lúð-
víkssonar í Morgunblaðinu
segir: „Höfundar bókarinnar
leggja áherslu á bæði hinn
félagslega og íþróttalega
þátt landsmótanna... Þar
eru dregnar upp margar
skemmtilegar og ógleyman-
legar lýsingar á mönnum,
viðureignum og afrekum.
Þessar lýsingar eru oft svo
lifandi að lesandinn getur
tæpast slitið sig frá þeim ...”
„Bókin er skemmtilega
upp sett. Meginmál er brotið
upp með stuttum rammafrá-
sögnum og myndir setja
mikinn svip á bókina og
gefa henni aukið gildi.”
„Ástæða er til þess að
hrósa höfundum bókarinnar
sérstaklega fyrir ágæta
framsetningu sína og góða
málnotkun.”
544 blaðsíður í brotinu
A-4. Hátt í 700 Ijósmyndir.
Jóhann Sigurðsson og
Sigurður V.
Sigmundsson.
Verð: 5.980 kr.
LÆRDÖMSHtT BÓKMTNVTAFÉtAOSINS STEPHEN W. HAWKING Saga tímans
Hll» |SU:NZKA BÓKMBNNIAFÉLAO
SAGA TÍMANS
Stephen W. Hawking
Þýðing: Guðmundur
Arnlaugsson
Inngangur eftir Lárus
Thorlacius
Höfundur hefur leitt rann-
sóknir í heimsfræði við
Cambridgeháskóla sem
m.a. beinast að upphafi al-
heims í miklahvelli og enda-
lokum stjarna þegar þær
hrynja undan eigin þyngd í
svokölluð svarthol. Höf. leit-
ar kenningar sem gæti fellt
saman afstæðiskenninguna
og skammtafræðina. Tilgát-
ur höf. fela í sér að tíminn
eigi sér takmörk og stærð
alheimsins sé endanleg.
Bókin er skrifuð fyrir al-
menning og hefur hlotið
fádæma góðar undirtektir. -
Metsölubók.
289 blaðsíður.
Hið íslenzka
bókmenntafélag.
Verð: 1.690 kr.
SKÁLHOLT
Skrúði og áhöld
Hörður Agústsson og
Kristján Eldjárn
í þessu þriðja bindi um Skál-
holt, í ritröðinni Staðir og
kirkjur, er fjallað um skrúða,
áhöld, minningarmörk og
bækur. Greint er annars
vegar frá þeim hlutanum
sem horfinn er og hins veg-
ar frá þeim sem varðveist
hefur. Kristján Eldjárn ritar
um varðveittan skrúða og á-
höld, en Hörður Ágústsson
aðallega um þann hlutann
sem glatast hefur, einnig á-
grip af skrúða- og áhalda-
sögu íslenskri. Bókin er í
stóru broti, ríkulega mynd-
skreytt og einstæð heimild
um Skálholtsstað.
369 blaðsíður.
Hið íslenzka
bókmenntafélag.
Verð: 5.615 kr.
SNJÓFLÓÐ l-lll
Ólafur Jónsson og
Jóhannes Sigvaldason
Þetta mikla verk kom út
1957 og þá skrifað af Ólafi
Jónssyni. Nú hefur verkið
allt verið yfirfarið og endur-
bætt. Auk þess hefur verið
bætt við frásögnum af snjó-
flóðum og skriðuföllum frá
1958 til 1990 og koma þar
margir að verki, en Jóhann-
es Sigvaldason hefur ritstýrt
verkinu og leitað fanga víða.
Fyrri útgáfa var í tveimur
bindum en þessi útgáfa er
gefin út í þremur glæsileg-
um bindum og ekkert til
sparað að verkið sé þannig
úr garði gert að sómi sé að.
1.260 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 12.680 kr.
SPURNINGAKEPPNIN
OKKAR
Guðjón Ingi Eiríksson
og Jón Sigurjónsson
Þetta er framhald bókarinn-
59