Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 38
Þýdd skaldverk
og þar gerist hryllilegur at-
burður, þegar pírönurnar
gera árás. En merkingin er
tvíræð, því eiturlyfin eru
mesta gróðalind sem þekk-
ist í heiminum og það
skítuga fjármagn, sem nú er
að verða allsráðandi í fjár-
mögnun heimsins, kallast
pírönupeningar. Hárbeitt
lýsing á óhugnanlegri sið-
spillingu.
316 blaðsíður.
Fjölvi-Vasa.
Verð: 1.980 kr.
r
Isabel Allende
RAUÐI DREKINN
Thomas Harris
Þýðing: Erling Aspelund
og Ragnar Hauksson
Hér komumst við fyrst í
kynni við Hannibal Lecter,
sem frægur varð af bókinni
og kvikmyndinni Lömbin
þagna. Þessi bók var lang-
tímum saman á metsölulist-
um austan hafs og vestan,
enda gefur hún lömbunum
ekkert eftir.
350 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
Verð: 790 kr.
SANNLEIKUR ALLÍFSINS
Isabel Allende
Þýðing: Tómas R.
Einarsson
Glæný skáldsaga eftir þenn-
an vinsæla höfund. Nú víkur
sögunni á önnur svið - við
fylgjumst með fólki af
mexíkönsku bergi í Banda-
ríkjunum og sem fyrr er frá-
sagnargleði höfundar söm
við sig, litrík persónusköpun
og ólgandi húmor. Hér eru
líka áhrifamiklar lýsingar á
því víti sem Víetnamstríðið
var og eftirköst þess.
306 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2.980 kr.
SÁLMUR AÐ
LEIÐARLOKUM
Erik Fosnes Hansen
Þýðing: Hannes
Sigfússon
Skáldsaga um meðlimi
hljómsveitarinnar í fyrstu og
hinstu för Titanics, frægasta
farþegaskips allra tíma, og
lýsir þeirri veröld sem var í
Evrópu áður en byltingar og
heimsstyrjaldir gjörbreyttu
heiminum. Þessi spennandi
saga hefur farið sigurför um
Norðurlönd og víðar.
361 blaðsíða.
Mál og menning.
Verð: 2.980 kr.
Hfnut bókmennlarerðlaun Nóbels 1978
Setrið
SETRIÐ
Nóbelsskáldið Isaac
Bashevis Singer
Þýðing: Hjörtur Pálsson
í skáldsögunni Setríð eftir
Isaac Bashevis Singer
(1904-1991) er sögð saga
gyðingsins Kalmans Jakobs
sem eftir uppreisn í Póllandi
1863 fær greifasetur
Jampolski-ættarinnar til á-
búðar og verður brátt auð-
ugur maður. Sú breyting
sem við það verður á hög-
um hans hefur djúptæk áhrif
á allt líf hans - til góðs eða
ills. Þegar hann er orðinn
ekkjumaður kvænist hann
öðru sinni. Það hjónaband
verður vægast sagt storma-
samt og þrátt fyrir ytri vel-
gengni verður Kalman fyrir
mörgum og þungum áföllum
í einkalífi sínu áður en kem-
ur að sögulokum.
Þessi bók er sú tíunda
sem Setberg gefur út eftir
þetta vinsæla sagnaskáld í
þýðingu Hjartar Pálssonar.
390 blaðsíður.
Setberg.
Verð: 2.900 kr.
SILUNGSVEIÐI í
AMERÍKU
Richard Brautigan
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsagan Silungsveiði í
Ameríku varð undir eins
metsölubók þegar hún kom
út í San Francisco árið
Silungsveiði
í Ameríku
1967. Sagan er skrifuð af
mikilli frásagnargleði, kímin
og óútreiknanleg á köflum,
en eins og í öðrum verkum
Brautigans leynir sér ekki
skuggadimmur undirtónn-
inn. Gyrðir Elíasson þýddi
og ritaði eftirmála. Hann
hefur áður þýtt tvær skáld-
sögur eftir Richard Brautig-
an, Svo beríst ekki burt með
vindum og Vatnsmeiónusyk-
ur.
184 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Verð: 1.480 kr.
SONUR OTTÓS
Walter Wager
Þýðing: Úlfar Harri
Elíasson
Versta slysið í sögu neðan-
jarðarbrauta New York
borgar - 117 látnir og eng-
inn komst af. Vísbendingar
engar, nema bréf sem borg-
arstjóranum barst, aðeins
undirritað S.O. - Hvað þýðir
38