Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 38

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 38
Þýdd skaldverk og þar gerist hryllilegur at- burður, þegar pírönurnar gera árás. En merkingin er tvíræð, því eiturlyfin eru mesta gróðalind sem þekk- ist í heiminum og það skítuga fjármagn, sem nú er að verða allsráðandi í fjár- mögnun heimsins, kallast pírönupeningar. Hárbeitt lýsing á óhugnanlegri sið- spillingu. 316 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 1.980 kr. r Isabel Allende RAUÐI DREKINN Thomas Harris Þýðing: Erling Aspelund og Ragnar Hauksson Hér komumst við fyrst í kynni við Hannibal Lecter, sem frægur varð af bókinni og kvikmyndinni Lömbin þagna. Þessi bók var lang- tímum saman á metsölulist- um austan hafs og vestan, enda gefur hún lömbunum ekkert eftir. 350 blaðsíður. Frjáls fjölmiðlun hf. - Úrvalsbækur. Verð: 790 kr. SANNLEIKUR ALLÍFSINS Isabel Allende Þýðing: Tómas R. Einarsson Glæný skáldsaga eftir þenn- an vinsæla höfund. Nú víkur sögunni á önnur svið - við fylgjumst með fólki af mexíkönsku bergi í Banda- ríkjunum og sem fyrr er frá- sagnargleði höfundar söm við sig, litrík persónusköpun og ólgandi húmor. Hér eru líka áhrifamiklar lýsingar á því víti sem Víetnamstríðið var og eftirköst þess. 306 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.980 kr. SÁLMUR AÐ LEIÐARLOKUM Erik Fosnes Hansen Þýðing: Hannes Sigfússon Skáldsaga um meðlimi hljómsveitarinnar í fyrstu og hinstu för Titanics, frægasta farþegaskips allra tíma, og lýsir þeirri veröld sem var í Evrópu áður en byltingar og heimsstyrjaldir gjörbreyttu heiminum. Þessi spennandi saga hefur farið sigurför um Norðurlönd og víðar. 361 blaðsíða. Mál og menning. Verð: 2.980 kr. Hfnut bókmennlarerðlaun Nóbels 1978 Setrið SETRIÐ Nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer Þýðing: Hjörtur Pálsson í skáldsögunni Setríð eftir Isaac Bashevis Singer (1904-1991) er sögð saga gyðingsins Kalmans Jakobs sem eftir uppreisn í Póllandi 1863 fær greifasetur Jampolski-ættarinnar til á- búðar og verður brátt auð- ugur maður. Sú breyting sem við það verður á hög- um hans hefur djúptæk áhrif á allt líf hans - til góðs eða ills. Þegar hann er orðinn ekkjumaður kvænist hann öðru sinni. Það hjónaband verður vægast sagt storma- samt og þrátt fyrir ytri vel- gengni verður Kalman fyrir mörgum og þungum áföllum í einkalífi sínu áður en kem- ur að sögulokum. Þessi bók er sú tíunda sem Setberg gefur út eftir þetta vinsæla sagnaskáld í þýðingu Hjartar Pálssonar. 390 blaðsíður. Setberg. Verð: 2.900 kr. SILUNGSVEIÐI í AMERÍKU Richard Brautigan Þýðing: Gyrðir Elíasson Skáldsagan Silungsveiði í Ameríku varð undir eins metsölubók þegar hún kom út í San Francisco árið Silungsveiði í Ameríku 1967. Sagan er skrifuð af mikilli frásagnargleði, kímin og óútreiknanleg á köflum, en eins og í öðrum verkum Brautigans leynir sér ekki skuggadimmur undirtónn- inn. Gyrðir Elíasson þýddi og ritaði eftirmála. Hann hefur áður þýtt tvær skáld- sögur eftir Richard Brautig- an, Svo beríst ekki burt með vindum og Vatnsmeiónusyk- ur. 184 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.480 kr. SONUR OTTÓS Walter Wager Þýðing: Úlfar Harri Elíasson Versta slysið í sögu neðan- jarðarbrauta New York borgar - 117 látnir og eng- inn komst af. Vísbendingar engar, nema bréf sem borg- arstjóranum barst, aðeins undirritað S.O. - Hvað þýðir 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.