Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 6
íslenskar barna- og unglingabœkur
höfundinn Elías Snæland
Jónsson. Davíð og Selma
eru ólíkir unglingar en
dragast samt hvort að
öðru. Þau lenda í æsi-
legum atburðum og háska
þar sem um lífið sjálft er að
tefla... Krókódítar gráta ekki
er spennandi, skemmtileg
og raunsönn unglingasaga
en hér er fjallað um sama
hópinn sem kynntur var í
bókinni Dav/'ð og krókó-
dílarnir sem út kom fyrir
nokkrum árum og varð
feikivinsæl. Unglingabók í
hæsta gæðaflokki.
158 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0313-7
Verð: 1.490 kr.
MARGT BÝR í SJÓNUM
Ævintýri á hafsbotni
Texti og myndskreyting:
Gerður Berndsen
Gerður er bæði sögu-
höfundur og listamaður.
Furðulegt ævintýri, mynd-
skreytt í hverri opnu, sem
litla stúlkan Freyja upplifir
á hafsbotni, kannski á
aðeins einu augnabliki,
þegar hún verður fyrir því
að detta í sjóinn. Sannar-
lega frjálst hugmyndaflug.
48 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-271-5
Verð: 1.480 kr.
MEÐAN SKÚTAN
SKRÍÐUR
Eyvindur Eiríksson
Bræðurnir Beggi og Gaggi
eyða nú í annað sinn
sumarfríi um borð í Blik-
anum ásamt pabba sínum.
Siglingin um Eyrarsund er
stundum hættuspil og í
höfn lenda þeir í óvæntum
atburðum. Bókin er ekki
síður spennandi en Á
háskaslóð, fyrri bókin um
sömu söguhetjur. Höfund-
urinn lýsir siglingum af
kunnáttusemi og á kjarn-
yrtu máli.
131 blaðsíða.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0871-0
Verð: 1.880 kr.
OBLADÍ OBLADA
Bergljót Hreinsdóttir
Anna Lena er 11 ára og á
þrjú fjörug systkini. Hún er
áhugasöm um lærdóminn
og vinkonur á þessum aldri
eru fundvísar á spaugi-
legar hliðar tilverunnar.
Þessi skemmtilega bók er
eftir ungan höfund sem
þekkir vel hugarheim
barna og segir frá á lifandi
og hugmyndaríkan hátt.
Arna Valsdóttir mynd-
skreytti.
152 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0868-0
Verð: 1.490 kr.
PEÐÁ
PLÁNETUNNI JÖRÐ
Olga Guðrún Árnadóttir
Hressileg unglingabók um
stelpu sem hefur ákveðnar
skoðanir. Hreinskilnin kem-
ur henni stundum í klandur
en verður líka til að hreinsa
andrúmsloftið á örlaga-
stundum. Skólinn, fjöl-
skyldan, vinirnir, fyrsta ást-
in - allt er skoðað í gagn-
rýnu Ijósi og kryddað
kímni, eins og Olgu Guð-
rúnu er einni lagið.
160 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0921-0
Verð: 1.880 kr.
Eymundsson
RAGGI LITLI OG
KONUNGSDÓTTIRIN
Haraldur S. Magnússon
Raggi litli fer út að leika sér
með flugdrekann sinn og
lendir í stórkostlegu ævin-
týri. Flugdrekinn ber hann
langar leiðir til konungs-
ríkis þar sem allir eru í
stökustu vandræðum af
því að kóngsdóttirin getur
ekki lært að lesa. En Raggi
kann ráð sem dugir - þvi
hann veit hvað krökkum
finnst skemmtilegt - líka
kóngsdætrum! Skemmti-
leg saga, myndskreytt af
Brian Pilkington.
32 blaðsiður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0289-6
Verð: 1.380 kr.
RÖNDÓTTIR SPÓAR
FLJÚGA AFTUR
Guðrún H. Eiríksdóttir
Röndóttir spóar fljúga aftur
er sjálfstætt framhald verð-
launabókarinnar Röndóttir
spóar sem var ein vin-
sælasta unglingabók ársins
1994. Leynifélagið Rönd-
óttir spóar fær ný verkefni
til að glíma við þegar
dularfullir hlutir fara að
gerast í bænum. Krakkarnir
lenda í ýmsum hættum og
ævintýrum en spennan er
ekki minni innan hópsins
þar sem ástin lætur á sér
kræla ...
127 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0307-2
Verð: 1.490 kr.
SAGAN AF GRETTI
STERKA
Einar Kárason
endursagði
Grettir Ásmundarson er
eitt mesta hraustmenni
Islendingasagna og fræg-
astur útilegumanna. Sagan
af honum hefur lifað með
þjóðinni og vakið bæði
ótta og aðdáun. Einar
Kárason hefur endursagt
þessa dramatísku frásögn
af stakri snilld, og mynd-
skreytingar eru eftir eist-
neskan listamann, Juri
Arrak.
32 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0900-8
Verð: 1.390 kr.
BÓKABÚÐ RANNVEIGAR
650 Laugum
464-3191
6