Bókatíðindi - 01.12.1995, Qupperneq 17
Þyddar barna- og unglingabœkur
143 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-267-1
Verð: 1.280 kr.
SVONA ERUM VIÐ
Joe Kaufman
Þýðing: Örnólfur
Thorlacius
Bókin Svona erum vid er
einkum sniðin við hæfi
ungra lesenda - eða hlust-
enda á aldrinum 6 -12 ára
sem hér munu kynnast
hugmyndum og hugtökum
ertendra athygli þeirra og
áhuga.
Skipulegt og auðskilið
mál ásamt smellnum og
vel gerðum teikningum
sýnir hvernig við erum,
hvernig við vöxum, hvern-
ig líffærin starfa og hvers
við þörfnumst til að halda
heilsu.
Þetta er fróðleiksrit og
uppsláttarrit handa allri
fjölskyldunni. Bókin er í
stóru broti.
96 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-134-1
Verð: 1.767 kr.
’mmmmmmmmmmmmmmmm.
TÝRA OG DÝRIN í
SVEITINNI
Tíkin Týra var nývöknuð og
ætlaði að heilsa upp á hin
dýrin í sveitinni. Hún hittir
kisu með kettlingana, hæn-
una með ungana, ærnar,
endurnar, kúna og kálfana,
svínið, hestinn og mörg
fleiri dýr og kynnir þau fyrir
yngstu lesendunum. Þetta
er einkar falleg harð-
spjaldabók með vönduð-
um litmyndum af dýrunum
og umhverfi þeirra.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0286-6
Verð: 595 kr.
Æskuár Indiana Jones 3
VEIÐIFERÐ í AFRÍKU
Þýðing:
Þórdís Bachmann
Indiana Jones þekkja allir.
Um hann hafa verið gerðar
kvikmyndir og sjónvarps-
þættir. Nú eru einnig
komnar bækur um æskuár
hans - spennandi bækur
og fræðandi - því Indi
ferðast ekki aðeins í heimi
ævintýranna heldur fer
hann samtímis um heim
mannkynssögunnar með
eftirminnilegum hætti.
Hér lendir hann í
ævintýrum í veiðilendum
Afríku, með sjálfan Theo-
dore Roosevelt, fyrrum
Bandaríkjaforseta, að
ferðafélaga. Bókin er prýdd
myndum út samnefndri
sjónvarpskvikmynd.
128 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
ISBN 9979-840-33-1
Verð: 595 kr.
VETRARVÍK
Mats Wahl
Þýðing: Hilmar
Hilmarsson
Nokkrir unglingsstrákar
eiga í hatrammri baráttu
bæði innbyrðis og út á við.
Heitar tilfinningar takast á
og ýmist hefur yfirhöndina
ást, hatur, ótti, gleði eða
örvænting. En þrátt fyrir
allt skiptir ástin kannski
mestu máli. Þessi magn-
aða spennusaga er eftir
sænskan höfund sem hlot-
ið hefur margvísleg verð-
laun, m.a. fyrir þessa bók.
280 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0822-2
/ 0901-6 (kilja)
Verð: 1.880 kr./890
kr.(kilja)
VINABÖND
(föndurbók)
Moira Butterfield
Þýðing: Áslaug
Benediktsdóttir
Ef þið eruð byrjendur verð-
ið þið undrandi yfir hversu
fljót þið eruð að komast
upp á lag með að búa til
ótrúlega falleg vinabönd,
sem munu gleðja vini
ykkar.
Ef þið eruð vön, reynið þá
einhver af nýju vinabönd-
unum, sem voru hönnuð
sérstaklega fyrir þessa bók.
24 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-280-9
Verð: 790 kr.
35 DÝRASÖGUR OG
SAGNIR
Endursagt af Brigitte
Noder
Þýðing: Stefán
Júlíusson
Glæsileg bók í stóru broti.
Myndskreytt af Xavier
Saint-Just og Romain Sim-
on.
Sögurnar í bókinni eru
sígildar.
80 blaðsíður.
Bókabúð Böðvars
ISBN 9979-9197-1-X
Verð: 1.255 kr.
ÆVINTÝRAHEIMURINN
Walt Disney
Þýðing: Sigrún
Árnadóttir
Ævintýraheimurinn er
flokkur myndskreyttra, inn-
bundinna bóka sem flestar
eru byggðar á sígildum
ævintýrum er færð hafa
verið í nýjan búning af
listamönnum Disney-fyrir-
tækisins. Oft er myndefnið
nátengt víðkunnum ævin-
týrakvikmyndum fyrir
börn. Á þessu ári koma út
eftirtaldir tólf titlar í þess-
um bókaflokki hjá Vöku-
Helgafelli: Konungur l]ón-
anna, Andrés Önd og
draumahúsið, Dúmbó helt-
ist úr lestinni, Lambi Ijón,
Jafar snýr aftur, Bangsí-
mon og hvassvidrið, Simbi
og Nalla bjarga Bombó,
Mikki mús fer í sirkus,
Depill og drottningarskart-
ið, Litla hafmeyjan og
hetjan Doppi, Pocahontas,
Ripp, Rapp og Rupp og
jólatréð.
Bækurnar úr Ævintýra-
heiminum frá Walt Disney
eru einungis fáanlegar í
Bókaklúbbi barnanna,
Disneyklúbbnum.
44 blaðsíður hver bók.
Vaka-Helgafell hf.
Verð: 895 kr. hver bók
með sendingar-
kostnaði.
Eymundsson
17