Bókatíðindi - 01.12.1995, Qupperneq 24

Bókatíðindi - 01.12.1995, Qupperneq 24
íslensk skdldverk SENDIBOÐ ÚR DJÚPUNUM Egill Egilsson Rithöfundi er gert að skrifa viðtalsbók, þvert gegn vilja sínum. Viðmælandinn er athafnamaður austan af fjörðum með litríkan feril að baki. Hann lætur þó fátt uppi um fortíð sína og leitin að sannleikanum ber skrásetjarann allt suðurtíl Spánar. Þar henda hann atburðir sem engan hefði órað fyrir og hann flækist í net óþekktra risa sem víla ekkert fyrir sér ef hags- munir eru í hættu. Þetta er í senn glæpasaga, þroska- saga og þjóðlífslýsing, snilldarlega skrifuð, spenn- andi og fyndin, þótt alvara og ógn séu hvergi fjarri. 202 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0277-2 Verð: kr. 3.480 kr. 'MÍHV Garöatorgi 3 210 Garöabæ 565-6020 n >:iA.l iTJÍ i . SKUGGAR VÖGGUVÍSUNNAR Súsanna Svavarsdóttir Súsanna Svavarsdóttir kannar margvíslega kyn- hegðun karla og kvenna í djörfum erótískum sögum. Efnið nálgast hún af alvöru og tilfinningu en einnig af húmor. 168 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-282-3 Verð: 2.980 kr. SÓNATA Ágústína Jónsdóttir Stuttar Ijóðrænar sögur. Ágústína fer inn á nýjar og óvæntar brautir. Hún gefur verki sínu sónötuheiti enda byggir hún verkið upp í þrem köflum og túlkar við- fangsefnið í svífandi tón- rænum hendingum. 90 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-274-X Verð: 2.280 kr. UNDIR FJALAKETTI Gunnar Gunnarsson Umgjörð sögunnar er litla leikhúsið við tjörnina þar sem menn eru jafnan á tímamótum. Lesandinn kynnist hlutskipti leikarans í eftirminnilegri sögu þar sem vangaveltur aðalper- sónunnar skiptast á við gamansama frásögn af lífinu í leikhúsinu. Hröð og spennandi atburðarás þessarar nýjustu skáldsögu höfundar minnir stundum á sakamálasögur. En hér er um dýpri lýsingu að ræða og þegar til tíðinda dregur koma þau lesandanum á óvart. 308 blaðsíður. Ormstunga ISBN 9979-9048-9-5 Verð: 3.190 kr. 200 Kópavogur 554-0877 Ingóffur Stnnsxon i ’ppvuxturxa^u blómabnrHS UNDIR HEGGNUM Uppvaxtarsaga blómabarns Ingólfur Steinsson Undir heggnum er þroska- saga drengs sem elst upp austur á landi uppúr miðri öldinni. Hún lýsir af næmni og einlægni hvernig dreng- urinn upplifir veröld eftir- stríðsáranna og tekst á við hinar stóru spurningar lífs og dauða meðan heimur bernsku hans er smátt og smátt að liðast í sundur. Ingólfur Steinsson er kennari og tónlistarmaður sem hefur stundað laga- og textagerð um árabil. Undir heggnum er fyrsta bók Ingólfs. 246 blaðsíður. Tunga ISBN 9979-60-136-1 Verð: 2.000 kr. UNDIR HELGAHNÚK Halldór Laxness Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Undir Helga- hnúk í klaustri í Lúxemborg veturinn 1922-23. Sagan er sögð með orðum ungs drengs og lýsir lífi hans frá fæðingu til unglingsára. Örlagaþrungnir atburðir speglastfyrir barnssálinni í viðburðum daglegs lífs. 238 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0041-3 Verð: 3.295 kr. VETRARELDUR Friðrik Erlingsson í skáldsögu sinni, Vetrar- eldur, skrifar Friðrik Erlingsson um mannlega reynslu af miklu listfengi og er langt síðan íslenskur skáldsagnahöfundur hefur fjallað um tilfinningar fólks af jafn miklu innsæi. Á síðum bókarinnar birtast eftirminnilegar persónur og kynnist lesandinn öllum hliðum þeirra: gleði og sorgum, vonum og von- brigðum, hamingju og nístandi sársauka. Vetrar- eldur er fyrsta skáldsaga Friðriks Erlingssonar fyrir fullorðna. Þó er enginn byrjendabragur á henni enda hefur hann vakið athygli fyrir ritstörf sin og fengið verðlaun heima og erlendis. Hér kveður við nýjan tón í íslenskum bók- menntum hjá skáldsagna- höfundi sem fylgst verður með í framtíðinni. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.