Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 35

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 35
Þýcld skdldverk Rómantísk spennusaga - spennandi ástarsaga. Ein- hver liggur í skugga næt- urinnar og fylgist með. Bíður eftir réttu stundinni til að láta til skarar skríða. Því fái hún ekki Josh skal engin fá hann. 224 bladsíður. Úrvalsbækur Frjáls fjölmiðlun hf. ISBN 9979-840-29-3 Verð: 895 kr. PASTORALSINFÓNÍAN André Gide Þýðing: Sigurlaug Bjarnadóttir Heimsþekkt skáldsaga eftir franska Nóbelsverðlauna- skáldið André Gide. Bar- átta við freistingu og synd, unaðsheimur og örvænt- ing. Perla heimsbók- mennta. 160 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-276-6 Verð: 2.280 kr. ÓHUGGANDI Kazuo Ishiguro Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Þetta er ein umtalaðasta bók ársins. Bókin kom út í Bretlandi sl. vor og vakti gifurlega athygli. Kazuo Ishiguro, höfundur Dreggja dagsins, sýnir á sér alveg nýja og óvænta hlið. 490 blaðsíður. Bjartur ISBN 9979-865-14-8 Verð: 2.980 kr. Bóka/iskemman Stillholti 18 300 Akranes 431-2840 RÉTTARHÖLDIN Franz Kafka Þýðing: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Skáldsagan fræga af Jósep K. og grátbroslegri viður- eign hans við andlitslaust yfirvaldið er löngu komin á stall með helstu bók- menntaverkum 20. aldar- innar. 300 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0803-6 Verð: 3.380 kr. SAGAN SEM HÉR FER Á EFTIR Cees Nooteboom Þýðing: Kristín Waage Hermann Mussert vaknar á hótelherbergi í Portúgal en lagðist til svefns heima í Amsterdam. Hann dvaldist á þessu sama hótelher- bergi með eiginkonu sam- kennara síns fyrir mörgum árum en hefur ekki hug- mynd um hvernig hann lenti þarna. Cees Nooteboom, sem vakti mikla athygli á Bók- menntahátíð í Reykjavík nú í haust, er einn vinsælasti en um leið virtasti rithöf- undur Hollendinga. Sagan sem hér fer á eftir hefur verið gefin út í um tuttugu löndum og hvarvetna hlotið frábæra dóma. Hún hlaut Evrópsku bók- menntaverðlaunin árið 1993. 125 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0311-0 Verð: 1.990 kr. Lækjargötu 2 101 Reykjavík 551-5597 SAKÚNTALA - SAWITRI Tvö fornindversk ævintýri Þýðing: Steingrímur Thorsteinsson Tvö hugljúf og skemmtileg fornindversk ævintýri sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi af sinni alkunnu snilld. í flokknum Sólstafir. 112 blaðsíður í fallegu leðurbandi. Almenna bókafélagið ISBN 9979-40-19-4-X Verð: 1.990 kr. SÍÐUSTU MINNISBLÖÐ TÓMASAR F. FYRIR ALMENNINGSSJÓNIR Keld Askildsen Þýðing: Hannes Sigfússon Mannlíf sem er sorglegt og broslegt í senn; einkar heillandi sögur sem flestir ættu að geta séð sjálfa sig í, enda er höfundurinn tal- inn einn merkasti smá- sagnahöfundur Norður- landa nú á dögum. 125 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0869-9 Verð: 1.789 kr. SKÖMMIN Taslima Nasrin Þýðing: Silja Aðalsteinsdóttir Átakanleg heimildaskáld- saga sem vakið hefur heimsathygli fyrir ná- kvæmar lýsingar á illri meðferð múslima á hind- úum í Bangladesh, heima- landi höfundar. Bókin leiddi til ofsókna á hendur höfundi, sem á nú yfir höfði sér dauðadóm ísl- amskra öfgamanna og býr í útlegð í Svíþjóð. 239 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0870-2 Verð: 1.980 kr. STÚLKAN MEÐ BOTTICELLI ANDLITIÐ William D. Valgardson Þýðing: Gunnar Gunnarsson Þetta er saga af leit manns að ungri konu, þjónustu- stúlku á uppáhaldskaffi- húsinu hans sem hefur týnst. Leitin reynist ekki auðveld manni sem er þjakaður af hjónabandi í upplausn en hún leiðir hann til fólks sem sýnir 35

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.