Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 44

Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 44
Bœkur almenns efnis sögn sem er bæði per- sónuleg og hlý og blandin notalegri kímni. Þetta er bók handa öllum sem eiga rætur að rekja til Breiða- fjarðar en einnig öllum sem hafa áhuga á þeirri afdrifaríku byggðaþróun sem varð víða um land um miðja öldina. Henni er óvíða betur lýst en hér. 208 blaðsíður. Þjóðsaga ISBN 9979-59-043-2 Verð: 3.900 kr. FJALLVEGAFÉLAGIÐ Ágrip af sögu þess Páll Sigurðsson Fjallvegafélagið beitti sér fyrir þvi á liðinni öld að láta ryðja helstu fjallvegi milli landshluta, vörðuleggja fjallvegina og reisa sælu- hús. Bjarni Thorarensen amtmaður og skáld var helsti hvatamaður fjall- vegabótanna. í þessu tróð- lega riti er rakin saga Fjall- vegafélagsins en frum- kvöðlar Ferðafélagsins áttu til að segja að þeir væru einskonar arftakar Fjall- vegafélagsins og sæktu hugsjónir til forvígismanna þess. 64 blaðsíður. Ferðafélag íslands ISBN 9979-9025-3-1 Verð: 1.200 kr. Félagsverð: 1.000 kr. FRIÐUR Á JÖRÐU Sri Chinmoy Þýðing: Guðný Jónsdóttir Brýnasta verkefni mann- kyns - að koma á friði, hætta þessu endalausa ofþeldi og þlóðþaði. Hinn indverski spekingur reifar hugsjón sína um friðarríki um víða veröld. Bjargföst trú á hlutverk Sameinuðu þjóðanna. 176 blaðsíður. Fjölvi-Vasa ISBN 9979-832-40-1 Verð: 1.280 kr. FYLGDARSVEINAR Hulinn heimur karla sem þjónusta konur Dane Taylor & Antonia Newton-West Þýðing: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Bókin er samtalsbók byggð á samtölum við bandaríska fylgdarsveina og konur sem notfæra sér þjónustu þeirra þar vestra. Fylgdar- sveinar eru karlmenn sem eru gjarnan leigðir af auð- ugum, eldri konum sem hafa þá til ýmis brúks, einkum til afnota í svefn- herberginu. Viðtölin eru tekin af tveimur banda- rískum blaðakonum og eru ákaflega blátt áfram og hispurslaus. Bók sem kem- ur lesendanum í opna skjöldu og lýkur upp veröld sem áður hefur verið hulin almenningi. Inn í bókina er fléttuð tilvistarsaga fylgd- arsveinsins á skemmti- legan og fróðlegan hátt. Fylgdarsveinar: „best geymda leyndarmál ríku kvennanna í Bandaríkjun- um". 200 blaðsíður. Spássía ISBN 9979-9218-1-1 Verð: innb. 2.890 kr. kilja 2.390 kr. GARDURINN Hugmyndir að skipulagi og efnisvali: Anna Fjóla Gísladóttir, Auður Sveinsdóttir, Frfða Björg Eðvaldsdóttir Kjörinn hugmyndabanki fyrir alla þá sem áhuga hafa á garðrækt, jafnt garð- eigendur, sumarbústaða- eigendur og þá sem hafa gaman af fallegum mynd- um úr íslenskum görðum og vilja fræðast um garðrækt. 205 blaðsíður Garðyrkjufélag íslands ISBN 9979-60-117-5 Verð: 4.900 kr. Gengnar götur Frksagnir o* mmningiþæctir chk Bföcu Jri Svcdustúðum Gefi-J >ii 4 »trmK$nfwMi 7 égúst 199) GENGNAR GÖTUR Björn Egilsson frá Sveinsstöðum Bók þessi er gefin út í tilefni níræðisafmælis Björns frá Sveinsstöðum í Skagafirði hinn 7. ágúst 1995. Bókin geymir úrval úr ritsmíðum Björns, alls 22 greinar um þjóðlegan fróðleik. Hannes Pétursson skáld og Kristmundur Bjarnason rithöfundur völdu efnið og bjuggu til prentunar. Bókina prýða yfir 50 Ijósmyndir auk nafnaskráa. 260 blaðsíður. Sögufélag Skagfirðinga ISBN 9979-861-03-7 Verð: 2.964 kr. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON járn - viður - eir Ritstjóri: Bera Nordal Aðalsteinn Ingólfsson Bók um einn elsta starfandi myndhöggvara okkar is- lendinga, þar sem sér- staklega eru tekin fyrir þrjú skeið á listferli hans, óhlut- bundnar járnmyndir frá sjötta áratugnum, eir- myndir frá áttunda ára- tugnum og viðarskúlptúrar frá allra síðustu árum. Bókin inniheldur viðtal við listamanninn eftir Aðal- stein Ingólfsson listfræð- ing, fjölda Ijósmynda og aðrar upplýsingar. Bókin er á íslensku og ensku. 80 blaðsíður. Listasafn íslands ISBN 9979-864-03-6 Verð: 1.490 kr. GYÐINGA SAGA Edited by dr. Kirsten Wolf Gydinga saga er sam- steypa, unnin upp úr mörgum heimildum sem Brandur ábóti Jónsson sneri á norrænu á síðari helmingi 13. aldar. Hún fjallar um sögu Gyðinga alltfrá árinu 142 f. Kr. fram til 44 e. Kr. Gydinga saga hefur varð- veist í fimm skinnhand- ritum og handritabrotum frá miðöldum og að auki 16 pappírshandritum. Fyrir

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.