Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 49

Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 49
Bœkur almenns efnis manna við starfsháttum LÖG ÚR SÖNGLEIKJUM ÚTSETT FYRIR PÍANÓ Jón Múli Árnason Útsetningar: Magnús Ingimarsson og Carl Billich Lög Jóns Múla Árnasonar úr 4 söngleikjum. Nótur, hljómar og textar. Tvö hefti. 35 blaðsíður. NótuÚtgáfan ISBN 9979-9214-0-4 Verð: 995 kr. MEÐ HIMNESKUM ARMI Hundrað ára saga Hjálpræðishersins á íslandi Pétur Pétursson prófessor Hjálpræðisherinn er litrík alþýðuhreyfing sem náði að festa rætur á íslandi fyrir um 100 árum. ítarlega erfjallað um komu Hersins til íslands og viðbrögð hans. Gerð er grein fyrir þeim myndum sem íslensk skáld og rithöfundar hafa dregið upp af Hernum og áhrifum hans á trúarlíf íslendinga. Bókin er prýdd fjölda mynda. 208 blaðsíður. Skálholtsútgáfan ISBN 9979-826-43-6 Verð: 2.980 kr. MENNING OG SJÁLFSTÆÐI Páll Skúlason Tilraun til að skilgreina menningu og stöðu hennar í samtímanum. 104 blaðsíður. Háskólaútgáfan ISBN 9979-54-099-0 Verð: 1430 kr.ib., 936 kr.kilja. MIÐFJARÐARÁ Steinar J. Lúðvíksson í bókinni er fjallað um sögu héraðsins, þær jarðir sem eiga land að ánni og ábúendur þeirra, sagt er frá nytjum af ánni fyrir tíma stangaveiðinnar, rakin saga Veiðifélags Miðfirð- inga og sagt frá veiðivörslu og átökum í kringum hana. Viðamesti þáttur bókar- innar er lýsing á nær öllum veiðistöðum í ánni og mun hún án efa vera góð leiðsögn veiðimanna sem ána stunda. Þá eru í bók- inni viðtöl við veiðimenn og veiðisögur frá ánni. Fjölmargar Ijósmyndir eru í bókinni, flestar teknar af Rafni Hafnfjörð. 160 blaðsíður. Fróði ISBN 9979-802-44-8 Verð: 3.990 kr. Þör liíeheðd íslandlsíðari tieirassiiiriöld MILLI VONAR OG ÓTTA ísland i síðari heimsstyrjöld Þór Whitehead Aðdragandinn að hernámi íslands i maí 1940 hefur þótt liggja Ijós fyrir en Þór Whitehead prófessor í sagnfræði flettir hér hul- unni af því hvernig at- burðarásin var í raun og veru. Þór byggir á margra ára rannsóknum sínum í skjalasöfnum í Þýskalandi og Englandi. Þá hefur hann kannað rækilega íslenskar heimildir sem sumar hverjar hafa ekki verið rannsakaðar áður. Óhætt er að segja að hann varpi nýju Ijósi á þessa örlaga- ríku atburði íslandssög- unnar þegar þjóðin beið milli vonar og ótta. Áður hefur Þór Whitehead sent frá sér tvær bækur um ísland í síðari heims- styrjöld sem notið hafa mikilla vinsælda. 440 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0317-X Verð: 3.590 kr. NBA '95 Stjörnur dagsins í dag Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson Snillingarnir sem leika í NBA deild bandaríska körfuknattleiksins eru eng- um líkir. Það mætti fremur flokka þá undir listamenn en íþróttamenn. Og víst er að þeir hafa glætt áhuga fólks um vfða veröld á þessari skemmtilegu iþróttagrein. En hverjir eru þessir kappar? Þeir Þór- indur Kjartansson og Egg- ert Þór Aðalsteinsson hafa áður skrifað tvær bækur um NBA snillingana. Að þessu sinni fjalla þeir aðal- lega um þá sem mest eru í sviðsljósinu einmitt um þessar mundir, auk þess sem bókin hefur að geyma ýmsan tölulegan fróðleik. 120 blaðsíður. Fróði ISBN 9979-802-68-5 Verð: 2.190 kr. NIÐJATAL GUDMUNDAR OG GUDRÚNAR FRÁ GAFLI í VÍÐIDAL Gísli Pálsson tók saman Börn Guðmundar og Guð- rúnar frá Gafli í Víðidal, V- Hún. voru María í Hafurs- staðakoti, Sigfús á Rófu, Guðmundur á Torfalæk, Elínborg á Kringlu og Björn Leví á Blönduósi. Bókin er prýdd fjölda mynda, gefin út í takmörkuðu upplagi og fæst aðeins hjá utgefanda, sími 452-4477, tax 452- 4468. 350 blaðsíður. Bókaútgáfan á Hofi ISBN 9979-9140-5-X Verð: 4.900 kr. NÍNA TRYGGVADÓTTIR, Náttúru- stemmningar Ritstjóri Bera Nordal Aðalsteinn Ingólfsson Bók um þróun myndlistar Nínu Tryggvadóttur á árun- um 1957-1967, þegar hún hóf að steypa saman áhrif- um erlendrar afstraktlistar og formum úr islensku landslagi. í bókinni er að finna ritgerð um þetta skeið á listferli Nínu á íslensku og ensku eftir Aðalstein Ingólfsson, fjölda mynda og ítarlega skrá yfir verk hennar og heimildir 49

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.