Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 51

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 51
.ÍOHNHERSEY BlOSSÍflíl HLim.MA Það gerðist fyrir 50 árum... Stórborginni Hírósíma var tortímt á einu augnabliki með lítilli kjamorkusprengju - þar var leystur úr læðingi eyðileggingarmáttur kjamorkunnar. Bók Herseys um hlutskipti borgarbúa, dauða og hörmungar er þekkt um allan heim. Hún er byggð upp á samtölum við fómarlömb sem lýsa blossanum mikla og þeirri martröð sem fylgdi í kjölfarið. Átakanleg lýsing á einu mesta voðaverki Mannkynssögunnar. FJÖLVI Kristilegur kærleikur! Freisting - synd. PastoraJsinfónían eftir Nóbelsverðlaunaskáldið André Gide er ein fegursta perla nútímabókmennta. Hér kemur hún í þýðingu Sigurlaugar Bjamadóttur. Sveitaprestur tekur upp á sína arma umkomulausa bhnda stúlku. Gegn vilja sínum verður hann ástfanginn af henni. Sagan snýst um sálræn átök, afbrýði og örvæntingu; fegurðina og sársaukann sem felast í ástinni. FJÖLVI t^J

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.