Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 53
Bœkur almenns efnis
dönsku.
128 blaðsíður.
Jarðsýn - Bókaútgáfa
ISBN 9979-56-007-X (ísl.
útg.)
Verð: 3.960 kr.
VESTUR-
SKAFTAFELLSSÝSLA
OG ÍBÚAR HENNAR
Björn O. Björnsson
Bókin Vestur-Skaftafells-
sýsla og íbúar hennar varð
mjög náin Skaftfellingum
strax þegar hún kom út
fyrir 65 árum. Séra Björn
0. Björnsson prestur í
Ásum átti hugmyndina að
þessu framtaki og stýrði
því í höfn, er bændur sjálfir
tóku sér penna í hönd,
lýstu sínu stórbrotna og
fagra héraði, lífsbaráttu og
lífsháttum. í þessari bók
slær hjarta Skaftfellinga og
hún er samnefnari skaft-
fellskra ætta hvar sem þær
er að finna. Á þessu ári,
1995 er öld liðin frá fæð-
ingu séra Björns 0. Björns-
sonar.
Af því tilefni er Vestur-
Skaftafellssýsla og íbúar
hennar gefin út öðru sinni
í þeirri von og trú að
Skaftfellingar og aðrir vel-
unnarar veiti henni hlýjar
viðtökur.
280 blaðsíður í stóru
broti.
Kornið forlag
ISBN 9979-60-149-3
Verð: 2.800 kr. í áskrift.
VIÐ ALDAHVÖRF
Trausti Valsson og
Albert Jónsson
Skipulagsfræðingur og
stjórnmálafræðingur sam-
einast um ritun bókarinnar
og skyggnast til allra átta
um framtíðarhorfur ís-
lensku þjóðarinnar í breytt-
um heimi.
96 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-257-X
Verð: 3.200 kr.
VÍDALÍNSPOSTILLA
Jón Þorkelsson Vídalín
Gunnar Kristjánsson og
Mörður Árnason
Húspostilla Vídalíns er eitt
af helstu bókmenntaverk-
um síðari alda á íslandi. I
þessari nýju útgáfu fylgja
húslestrunum ítarlegur
inngangur, orðskýringar og
efnisathugasemdir, atriðis-
orðaskrá og skrá um
mannanöfn og ritningar-
staði. Sígilt verk, sem út er
gefið með sama sniði og
íslendingasögurnar, Heims-
kringla, Grágás og önnur
verk í ritröðinni Islensk
klassík.
1100 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0886-9
Verð: 9.980 kr.
ÞEIM VARÐ Á í
MESSUNNI
Guðjón Ingi Eiríksson
og Jón Hjaltason
Einstætt safn hundruða
gamansagna af íslenskum
klerkum. Prestarnir Birgir
Snæbjörnsson, Hannes
Örn Blandon, Hjálmar
Jónsson og Pétur Þórarins-
son keppast um að gera
grín að sjálfum sér. Ó-
borganleg tilsvör prófast-
anna Péturs Þ. Ingjalds-
sonar í Húnavatnssýslu,
Arnar Friðrikssonar á
Skútustöðum og Baldurs
Vilhelmssonar í Vatnsfirði
lífga upp á hversdagleik-
ann. Hinar bráðfyndnu
sögur af Bjarna Jónssyni
dómkirkjupresti eru hér
loks aðgengilegar á einum
stað, sumar í fyrsta sinn á
prenti. Fjölmargir aðrir
klerkar eru í brennipunkti;
t.d. doktor Jakob Jónsson,
Róbert Jack, Björn Jóns-
son á Húsavík, Kolbeins-
feðgar Halldór og Gísli,
biskupsfeðgar Sigurgeir og
Pétur, Jakob Á. Hjálmars-
son, Bjarni Guðjónsson,
~
Karl V. Matthíasson, Sig-
urður Ægisson og Svavar
A. Jónsson. Eru þá aðeins
fáir nefndir af þeim ara-
grúa presta sem fjallað er
um í þessari stórskemmti-
legu bók er allir sann-
kristnir íslendingar verða
að eiga - og hinir líka.
208 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9078-3-5
Verð: 2.480 kr.
ÞEIR BREYTTU
ÍSLANDSSÖGUNNI
Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
fyrrverandi menntamála-
ráðherra hefurtekið saman
tvo fróðlega þætti og segir
sem fyrr frá á þann hátt að
lesendur hafa sérstaka
ánægju af.
Annar fjallar um örlaga-
atburði er áttu sér stað að
hálfnaðri þessari öld. Þeg-
ar bjargarleysi vofði yfir og
botnlaus ófærð og illviðri
lokuðu leiðum gripu vaskir
menn til nýrra ráða og
beittu tækjum sem höfðu
verið gjörsamlega óþekkt á
íslandi. Hinn þátturinn er
um árabátaútgerð Færey-
inga héðan, allgildan þátt í
atvinnusögu okkar. Að róa
til fiskjar frá íslandi á eigin
vegum, á sínum eigin
bátum, það hét að fara til
lands. Sjómennirnir tóku
sér far með færeysku skút-
unum þegar fór að vora,
ellegar með póstskipunum
dönsku og norsku. Komu
til íslands sunnan yfir sæ-
inn - eins og vorið - og
höfðu sumardvöl við ein-
hvern fjörðinn eða víkina...
232 blaðsíður.
Æskan
ISBN 9979-808-22-5
Verð: 2.980 kr.
ÞÚ EÐA ...
Kolbrún Aðalsteins-
dóttir og fleiri
Það er oft erfitt að vera
ungur, þjást af vanmeta-
kennd og vera óöruggur
með sjálfan sig. Þetta er
bók fyrir ungt fólk af báð-
um kynjum sem langar til
að öðlast sjálfstraust,
koma fram á eðlilegan og
frjálsmannlegan hátt og
jafnvel reyna fyrir sér við
módelstörf. Fjallað er um
að byggja upp sjálfan sig,
að bera sig vel, næringu,
húð og húðsnyrtingu, förð-
un, hárhirðu og margt
fleira. Einnig má lesa hér
allt sem þarf að vita um
módelstörf, allt frá fyrstu
umsókn til starfa erlendis
og fyrirsætur segja frá lífi
sínu og starfi.
150 blaðsíður.
Skóli Johns Casa-
blancas og Superstudio
ISBN 9979-60-159-0
Verð: 2.190 kr.
53