Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 59
Ævisögur og endurminningar
M! L L!
L AID A
r nk itlDKtkii kdmi i Nli*
MILLI LANDA
Fimm íslenskar konur í
París
Gudrún Finnbogadóttir
í bókinni er fjallað um
fimm íslenskar konur sem
áttu það sameiginlegt í
æsku að vera haldnar
óstöðvandi útþrá. „Út vil
ek" sögðu þær - og fóru.
Nú eru þær allar búsettar í
París og hafa frá ýmsu
óvenjulegu að segja, enda
höfðu þær ólíkan þakgrunn
og hafa fetað mismunandi
leiðir. En allar eru þær
íslendingar í hjarta sínu.
Þær sem segja frá í þessari
sérstæðu bók eru: Anna
Solveig Ólafsdóttir, Guðrún
Finnbogadóttir (höfundur
bókarinnar), Helga Björns-
son, Margrét Benedikts-
dóttir og Nína Gautadóttir.
235 blaðsíður.
Fróði
ISBN 9979-802-56-1
Verð: 3.490 kr.
BÓKABÚÐ
GRÖMFELDTS
Egilsgötu 6
310 Borgarnes
437-1120
ÓTTALAUS
Jósafat Hinriksson,
æviminningar
Jósafat Hinriksson kynntist
ungur erfiðisvinnu, fyrst í
smiðju föður síns, síðan á
bryggjunni og loks á ýms-
um bátum, fyrst sem há-
seti, síðar vélstjóri. Þá söðl-
ar hann um og setur á
stofn vélsmiðju sem nú er
stórt og öflugt fyrirtæki,
þekkt víða um heim.
Æskan verður Jósafat upp-
spretta fjölmargra frásagna
um gleði og leik þess tíma,
sjómannslífinu fylgdu
hættur og svaðilfarir. í
smiðjunni kynnumst við
manni sem horfir óttalaus
til framtíðar en gleymir
aldrei horfinni tíð og hefur
komið upp merku sögu-
safni í fyrirtæki sínu. Ein-
stæð bók, rituð af fjöri og
alvöru á meitluðu máli.
304 blaðsíður.
Skerpla
ISBN 9979-9031-5-5
Verð: 3.480 kr.
300 Akranes
PAULA
*
jf'
Isabel Allcnde
PAULA
Isabel Allende
Pýðing: Tómas R.
Einarsson
Isabel Allende situr við
sjúkrabeð dóttur sinnar,
Paulu, sem liggur með-
vitundarlaus haldin lífs-
hættulegum sjúkdómi. Til
að reyna að lina sárs-
aukann og ná til Paulu, á
einhvern hátt, hefst hún
ÞEIR BREYTTUISLANDSSÖGUNNI
Eftir Vilhjálm Hjálmarsson
fyrrverandi menntamálaráðherra
Metsöluhöfundinum Vilhjálmi Hjálmarssyni er einkar
vel lagið að segja frá á alþýðlegan og glettinn hátt eins
og alkunna er. Hann hefur nú tekið saman tvo athyglis-
verða þætti um efni sem of lengi hafa legið í þagnar-
gildi.
I þætti af landi fjallar hann um örlagaatburði er áttu sér
stað að hálfnaðri þessari öld. Þegar bjargarleysi vofði
yfir og botnlaus ófærð og illviðri lokuðu leiðum gripu
vaskir menn til nýrra ráða og beittu skriðbeltatækjum
sem höfðu verið gjörsamlega óþekkt hér á landi.
I þætti af sjó segir hann frá árabátaútgerð vinaþjóðar okkar, Fæjeyinga,
héðan, allgildum þætti í atvinnusögu okkar. Að róa til fiskjar frá íslandi á
eigin vegum og bátum, það hét að fara til lands. Færeysku sjómennimir
komu sunnan yfir sæinn, eins og vorið, og höfðu sumardvöl við einhvem
fjörðinn eða víkina.
Fróðleg og skemmtileg bók -
eins og Vilhjálms er vandi.
ÆSKAN
- TVEIR ÞÆTTIR AF LANDI 06 SJÓ -