Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 64

Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 64
Handbœkur Reykjavik er ómissandi bók um menningu og sögu Reykjavíkur, ætluð öllum þeim sem vilja kynnast borginni og sögu hennar betur í fylgd með frábær- um leiðsögumanni. Þetta er skemmtileg bók, full af fróðleik um mannlíf og menningu, umhverfi og sögu. 161 blaðsíða. Iðunn ISBN 9979-1-0260-8 Verð: 2.980 kr. wmmmmmmmmmmmmammm ÍSLANDSHANDBÓKIN margmiðlunarútgáfa ístandshandbókin - marg- miðlunarútgáfa á CD-ROM geisladiski. ísland í kortum, máli og myndum, 2.500 staðir, - náma fróðleiks fyr- ir heimili og skóla, sniðin að tæknikröfum upplýs- ingaþjóðfélagsins. Á diskinum eru um 200 ferðakort, nær 1000 Ijós- 64 myndir og myndbanda- glefsur frá völdum stöðum. Einfalt leitarforrit gerir kleift að fletta upp á öllum orðum textans. Námsgagnastofnun ÍSLANDSSAGA A-Ö Alfræði Vöku- Helgafells Einar Laxness Meginstaðreyndir sögu hverrar þjóðar þurfa að vera aðgengilegar á einum stað, þar sem hægt er að leita svara við spurningum sem vakna um hvaðeina er snertir lífið í landinu fyrr og nú, atvinnuvegi, stofnanir þjóðfélagsins og atburði er markað hafa þáttaskii á göngu þjóðar frá öld til aldar. í þessu mikla ritverki Ein- ars Laxness, sem er í þremur bindum, er fjallað um sögu íslands eftir upp- flettiorðum í stíl alfræði- orðabóka. Hér er kjarni hvers máls, frá upphafi byggðar til nútímans, sett- ur fram á aðgengilegan hátt, jafnt fyrir unga sem aldna. Viðamiklar skrár fylgja ritinu sem gerir les- endum kleift að leita fróð- leiks í því frá ólíkum sjónarhornum. Grunnur verksins er íslandssaga sem Einar Laxness gaf út á vegum Menningarsjóðs fyrir allmörgum árum en efnið hefur hér verið rækilega aukið og endur- skoðað, auk þess sem fjölda mynda og korta hef- ur verið bætt við. Islands- saga A-Ö er fyrsta verkið sem gefið er út í nýjum flokki alþýðlegra fræðslu- rita sem hlotið hefur nafnið Alfræði Vöku-Helgafells. 676 blaðsíður, þrjú bindi. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0300-5 Verð: 14.900 kr. (askjan) ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1995 Vfðir Sigurðsson Fimmtánda bókin í bóka- flokknum um íslenska knattspymu. í bókinni er að finna upplýsingar um allt það helsta sem gerðist í knattspyrnu á íslandi árið 1995. Litmyndir af öllum meistaraliðum ársins og áberandi einstaklingum. 160 blaðsíður í stóru broti. Skjaldborg hf. ISBN 9979-273-6 Verð: 3.980 kr. ÍSLENSK ORÐTÖK með dæmum og skýringum úr nútímamáli Sölvi Sveinsson Islensk orðtök er afar þörf, handhæg og fróðleg bók sem kemur sér einkar vel fyrir alla sem vilja leita uppruna orðtaka, auðga málfar sitt og gera það blæbrigðaríkara. En oft er upphafleg merking orðtak- anna ekki Ijós nútíma- mönnum, síst hinum yngri, þar sem þau eru orðin til við aðstæður sem ekki þekkjast lengur í daglegu lífi manna. í bókinni er skýrt út hvernig orðtökin hafa orðið til og hver upp- runaleg merking þeirra er en jafnframt gefin dæmi um notkun þeirra og eru öll notkunardæmi úr dag- legu nútímamáli. í bókinni erfjöldi skemmtilegra skýr- ingarteikninga eftir Brian Pilkington. 253 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0270-5 Verð: 3.880 kr. Kringlan 10 103 Reykjavík 568-9211 ÍSLENSKAR DÖMASKRÁR - PERSÓNURÉTTUR Ármann Snævarr í bókinni er að finna ágrip fjölda dóma úr persónu- rétti, sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti, einkum á síðari árum, en þrír áratugir eru síðan fyrra yfirlitsritÁrmanns Snævarr prófessors um þetta efni kom út. Bók þessi mun ekki aðeins koma laganemum að gagni við nám þeirra, heldur einnig lögfræð- ingum við störf þeirra og ýmsum öðrum, sem hafa hug á að kynna sér hvernig dómstólar hafa skorið úr einkamálum af ýmsu tagi. Bókinni fylgir ítarleg dóma- skrá. 300 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0291-8 Verð: 4.480 kr. - I S I [ N S K M II B ( K .1 D I íslenskar tilvitnanir —• IXbVt.Ur.Ttl nnn oc Mtb.>USTU tii -vvik iM.rvrxNCAi. rrv ii-.Miiuin •.» ÁSAMTKUNNlisn' ’ll VllMI-J. VI ÍSLENSKAR TILVITNANIR Fyrsta alhliða uppsláttar- ritið um fleyg orð á ís- lensku svo sem í Biblíunni, Hómerskviðum, leikritum Shakespeares, Njálu, Sturl- ungu, verkum Hallgríms Péturssonar og Halldórs Laxness en líka veggjakrot, hnyttin tilsvör og margt, margt fleira. í ritröðinni Islensk þjóðfræði. 540 blaðsíður. Almenna bókafélagið ISBN 9979-40-19-66 Verð: 3.990 kr.

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.