Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 66
Handbœkur
ÍSLENSKIR
MÁLSHÆTTIR
með skýringum og
dæmum
Sölvi Sveinsson
Málshættir og spakmæli
eru ríkur þáttur íslenskrar
tungu og draga fram sann-
indi og skoðanir um ýmis
fyrirbæri en upprunaleg
merking þeirra er nú-
tímafólki oft ekki Ijós. Sölvi
Sveinsson, höfundur bók-
arinnar Islensk orðtök,
skýrir hér fjölda málshátta
og orðatiltækja, segir frá
upprunalegri merkingu
þeirra og bendir á hvernig
þeir séu notaðir í nútíma-
máli. Þetta er þörf bók fyrir
alla sem vilja auðga mál
sitt og fræðast um íslenska
tungu, því að auðvelt er að
fletta upp málsháttum,
finna spakmæli til að vitna
í - og vita hvenær þau eiga
við. Brian Pilkington mynd-
skreytti bókina.
250 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0259-4
Verð: 3.880 kr.
Bokbær'sj.
RfTFflNGA OG BÓKAVERSUJN
Glæsibæ
Álfheimum 74
104 Reykjavík
568-4450
ÍTÖLSK-ÍSLENSK
ORÐABÓK
Paolo Maria Turchi
Með útkomu Islensk-
ítalskrar orðabókar árið
1994 var bætt úr brýnni
þörf, en margir hafa sakn-
að þess sárt að eiga ekki
kost á jafnveigamikilli og
ítarlegri ítalsk-íslenskri
orðabók. Nú er hún vænt-
anleg. Bókin er sniðin að
þörfum allra þeirra sem
vilja læra ítölsku eða þurfa
að nota hana í námi, starfi
eða sér til ánægju. Leitast
hefur verið við að hafa
orðaforðann fjölbreyttan
og víðtækan en áhersla er
þó lögð á ítalskt og íslenskt
nútímamál. Höfundurinn,
dr. Paolo Maria Turchi,
hefur hlotið miklar viður-
kenningar fyrir verk sitt.
705 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0292-6
Verð: 9.800 kr.
LÍFSMYNDIR SKÁLDS
Æviferill Halldórs
Laxness í myndum
og máli
Ólafur Ragnarsson og
Valgerður Benedikts-
dóttir tóku saman.
Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands ritar
formála.
í ár eru fjórir áratugir frá
því að Halldór Laxness
hlaut Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum. Af því tilefni
er bókin Lífsmyndir skálds
nú endurprentuð.
Halldór Laxness hefur
lifað að sjá veröldina
breyta um ásýnd, sjá landa
sína afklæðast vaðmáls-
fötunum og sigla inn í
strauma sem tíminn hefur
leikið á margan veg. í texta
þessarar áhugaverðu bók-
ar er varpað Ijósi á marg-
breytilegt lífshlaup Hall-
dórs Laxness, mannsins
sem frá barnæsku var
staðráðinn í því að verða
skáld - skáld stórra verka.
Meðal annars er vitnað í
bréf hans til ættingja og
vina. Hér eru birtar um 400
Ijósmyndir frá ferli Halldórs
Laxness, sem safnað hefur
verið frá innlendum og
erlendum aðilum en uppi-
staða bókarinnar kemur úr
myndasafni Halldórs og
fjölskyldu hans. Stór hluti
myndanna hefur ekki kom-
ið áður fyrir almennings-
sjónir.
223 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0104-5
Verð: 4.286 kr.
ÞÚSUWIR HEiiRÆCA
UM HVERNIG BREGQAST
MA Vffl VMSUM AiGEKSUM
SJÚKDÚMUM
*.H«IIÍf.M»
LÆKNABÓKIN,
HEILSUGÆSLA
HEIMILANNA
Debora Tkac og fl.
Pýðing: Jón O. Edwald
Metsölubók um allan heim.
Þúsundir heilræða um
hvernig bregðast má við
ýmsum algengum sjúk-
dómum.
Ómissandi á hverju
heimili.
676 blaðsíður.
Sérútgáfan Umsjón hf.
ISBN 9979-60-168-X
Verð: 4.950 kr.
LÖGFRÆÐINGATAL,
4. bindi
Gunnlaugur Haraldsson
Viðaukabindi erfylgir Lög-
fræðingatali, sem út kom
fyrir tveimur árum. Hér er
að finna margvíslegt við-
bótar- og ítarefni og er í
verkinu meðal annars að
finna æviskrár erlendra
lögfræðinga af íslenskum
uppruna, sem ekki hafa
fylgt fyrri útgáfum Lög-
fræðingatals. Einnig er í
þessu bindi heimilda- og
tilvísanaskrá og skrá yfir
lögfræðinga í tímaröð,
miðað við prófdaga, auk
umfangsmikillar manna-
nafnaskrár. í einum kafla
bókarinnar eru svo raktar
og sýndar á myndrænan
hátt nokkrar lögfræðinga-
ættir og er víst að þeim
sem áhuga hafa á ættfræði
og persónusögu þykir sá
kafli forvitnilegur.
Iðunn
ISBN 9979-1-0225-X
Verð: 4.980 kr.
NÝIR
EFTIRLÆTISRÉTTIR
Björg Sigurðardóttir og
Hörður Héðinsson
íslenskt matreiðsluefni í
ritstjórn Bjargar Sigurðar-
dóttur gefið út á hand-
hægum, plasthúðuðum
spjöldum sem flokkuð eru í
þar til gerða safnmöppu.
Matreiðslu annast Hörður
Héðinsson en myndataka
réttanna er í höndum Guð-
mundar Ingólfssonar. Lögð
er áhersla á að upp-
skriftirnar miðist við hrá-
efni sem er á boðstólum
hér á landi og að þær séu
aðgengilegar og auðveldar
í notkun. Gefnir eru út tólf
pakkar af uppskriftarspjöld-
um á hverju ári og fylgir
hverjum fréttablað. Þetta
íslenska matreiðsluefni er
fyrst um sinn eingöngu
selt í áskrift til félaga í
matreiðsluklúbbi Vöku-
Helgafells, Nýjum eftir-
lætisréttum.
Vaka-Helgafell hf.
Verð: 698 kr. hver
pakki með sendingar-
kostnaði.
ORÐ DAGSINS ÚR
BIBLÍUNNI
Ólafur Skúlason biskup
valdi
í þessari bók eru ritn-
ingagreinar fyrir hvern dag
ársins. Ólafur Skúlason
biskup valdi efnið og ritar
inngangsorð. Þar segir
hann m.a.: „Þessi bók gef-
ur gott tækifæri til þess að
verja stuttri stund í að lesa
og skoða vers úr Biblíunni
en hún hefur með réttu
verið kölluð „Bók bók-
anna". Henni er ætlað að
66