Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 69

Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 69
Ragnar í SkaftafeUi Skáldkonur fyrri alda Ragnar í Skaftafelli Endurminningar og frásagnir Helga K. Einarsdóttir skráði Ragnar Stefánsson bóndi og þjóbgarðsvörður var fæddur í Skaftafelli í Öræfum. Hann lýsir búskaparháttum á uppvaxtarárum sínum og síðar, svo sem selveiði á söndum og hættuferðum með fólk og farangur yfir stórfljót og jökla, sem heita máttu daglegt brauð. Einnig frá skipsströndum, meðal annars „Gullskipinu". Ragnar segir frá uppvexti sínum hjá ástríkum foreldrum, ást, hjónabandi og mikilli sorg, en einnig gleði og farsæld í fjölskyldulífi. Þá segir hann frá stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli og mörgum mönnum sem þar komu við sögu, m. a. Sigurði Þórarinssyni. Fróðleg og skemmtileg bók um líf, störf og baráttu vib óblíð náttúruöfl. Ómetanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli. Hvíldarlaus ferð inní ; \ drauminn Sevð •«W\Í draum'('n Smásö^. Hvíldarlaus ferð inní drauminn Smásögur eftir Matthías (ohannessen Matthías Johannessen ritstjóri, er löngu kunnur sem einn fremsti og mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinnar. Þetta nýja smásagnasafn Hvíldar- laus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti, þar sem bestu kostir Matthíasar sem skálds fá notið sín. Þar er meðal annars að finna fíngerðan og Ijóðrænan skáldskap, hnittnar frásagnir og ógleymanlegar mannlýsingar. „Hvíldarlaus ferð inní drauminn er margbrotið verk og stundum stór- brotið. ...að mínu mati eitthvert merkasta smásagnasafn seinni ára." (Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaðið 25.10.1995). • c JoW»nnessen Wa«WasJ Skáldkonur fyrri alda Guðrún P. Helgadóttir í þessari bók segir höfundur frá þekktum skáldkonum fyrri alda, m. a. Þórunni á Grund, Steinunni á Keldum, Þórhildi skáldkonu, Jóreiði í Miðjumdal, Steinunni í Höfn, Látra-Björgu, Maddömunni á Prestbakka, Ljósavatnssystrum og Vatnsenda- Rósu. Höfundur skrifar af alúð og nærfærni. Á látlausan hátt tekst Guðrúnu að skapa listrænt verk sem er í senn skemmtilegt aflestrar og girnilegt til fróðleiks. Óskabók allra kvenna. Lífsgleði Minningar og frásagnir Þórir S. Guðbergsson skráði I þessari nýju bók eru frásagnir sex Islendinga, sem líta um öxl, rifja upp liðnar stundir og lífsreynslu. Þeir slá á létta strengi og minningar þeirra leiftra af gleði. Þau sem segja frá eru: Daníel Ágústínusson, Fanney Oddgeirsdóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Guðrún Halldórsdóttir, Úlfur Ragnarsson og Þóra Einarsdóttir. „Lífsgleði" er kærkomin bók fyrir alla sem unna góðum endurminningabókum. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVIK

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.