Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 4
Islenskar barna- og unglingabækur
m
100% NYLON
Nylon
Ritstj.: Marta María
Jónasdóttir
Nylon-hópurinn stökk
beint upp á stjörnuhimin-
inn vorið 2004. Á auga
bragði urðu þær Alma,
Emilía, Klara og Steinunn
einir eftirsóttustu
skemmtikraftar landins.
Hér veitir vinsælasta
stelpnahljómsveit lands-
ins í fyrsta sinn innsýn í
líf sitt. Þær segja frá ævi
sinni, draumum og vænt-
ingum og ræða þau
jákvæðu gildi sem hafa
gefið þeim kraftinn og
áræði. En fyrst og síðast er
hér að finna ótrúlegan
fjölda ljósmynda í glæsi-
legri bók sem allir aðdá-
endur verða 100% að
eignast.
96 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1808-8
Leiðb.verð: 2.490 kr.
AF HVERJU, AFI?
Sigurbjörn Einarsson,
biskup
I þessari bók talar afi við
börn í jólahug. Af hverju,
af hverju afi, hljómar á
síðum þessarar bókar þeg-
ar afabörnin spyrja afa um
jólin í gamla daga, um jól-
in þegar Jesús fæddist, um
jólasálmana: „Hvað er
þetta meinvill í myrkrun-
um lá, afi?“
Börnin spyrja en hjá
foreldrunum verður oft
fátt um svör.
Afinn í þessari bók, dr.
Sigurbjörn Einarsson
biskup svarar spurning-
um afabarnanna með
hlýju og kímni og visku
hins aldna. Raunar er
þessi bók einnig góð fyrir
fullorðna fólkið - fyrir
börn á öllum aldri! Bókin
kom út í 1. útgáfu 1984 en
hefur lengi verið ófáanleg.
96 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-765-82-8
Leiðb.verð: 2.480 kr.
AMMAOG
ÞJÓFURINN í
SAFNINU
Björk Bjarkadóttir
Amma hans Óla er súper-
amma sem flýgur um á
nóttunni og gómar bófa og
ræningja. Einstaka sinn-
um fær Óli að fara með
henni og þá er nú gaman!
Eina nóttina lendir mál-
verkið af Skolfinni skegg-
mikla í ræningjahöndum.
Skyldi Óla og ömmu
takast að bjarga málun-
um?
Björk Bjarkadóttir segir
söguna af Óla og súper-
ömmunni hans í
skemmtilegum texta og
gullfallegum myndum.
26 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2539-9
Leiðb.verð: 1.990 kr.
IÓHANNES Oll KÖTLUM
Með myiulum eflir Tryggva Magnússon
BAKKABRÆÐUR
Jóhannes úr Kötlum
Myndskr.: Tryggvi
Magnússon
Flestir þekkja sögurnar
um Bakkabræður sem
varðveittar eru í Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar. Hér
yrkir Jóhannes úr Kötlum
um þessa seinheppnu
bræður, segir meðal ann-
ars frá tilraunum þeirra til
að bera sólina inn í bæinn
í húfunum sínum, kettin-
um sem át allt og bræð-
urna líka og keraldinu
sem hafði botninn suður í
Borgarfirði.
Kvæði Jóhannesar úr
Kötlum um Gísla, Eirík og
Helga eru í anda þjóð-
sagnanna um þá bræður -
í senn fyndin og furðuleg
- og nú loks fáanleg á
nýjan leik.
36 bls.
Mái og menning
ISBN 9979-3-2521-6
Leiðb.verð: 790 kr. Kilja
BANGSABÖRNIN
Anna Kristín
Brynjúlfsdóttir
Barnasagan skemmtilega
um Bangsabörnin kemur
nú út að nýju, en bókin
sem Iðunn gaf út með fal-
legum teikningum Bjarna
Jónssonar, listmálara, hef-
ur lengi verið ófáanleg. í
sögunni segir frá Benna
bangsastrák sem lendir í
gildru veiðimanna og er
lokaður inni í dýragarði.
Systkini hans, Bessi,
Bogga og Begga, fara að
leita að Benna og lenda þá
í miklum og spennandi
ævintýrum.
32 bls.
Hergill Bókaútgáfa
2