Bókatíðindi - 01.12.2004, Síða 110
Listir og ljósmyndir
ANDLIT NORÐURSINS
ísland - Færeyjar -
Grænland
Ragnar Axelsson
I áratugi hefur hinn
reyndi ljósmyndari Ragn-
ar Axelsson ferðast um
þessar þrjár eyjar norður-
slóða og leitast við að
fanga menningu þeirra og
lífshætti sem brátt heyra
sögunni til. Afraksturinn
er þessi ómótstæðilega
bók með hugstæðum og
ógleymanlegum myndum
sem fanga anda norðurs-
ins.
120 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2561-5
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Best of Grim
Hallgrimur Helgason
BEST OF GRIM
Hallgrímur Helgason
Grim er hliðarsjálf Hall-
gríms Helgasonar rithöf-
undar og myndlista-
manns. Hér birtist loks
hinn heillandi hugar-
heimur hans; teikningar,
myndasögur, skissur og
málverk, á einni bók. For-
mála skrifar Gunnar
Smári Egilsson ritstjóri,
en eftirmála Auður Ólafs-
dóttir listfræðingur og
Hallgrímur skrifar sjálfur
skemmtilega grein um
samband sitt við Grim.
Bókin er tvítyngd, á
íslensku og ensku.
140 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2504-6
Leiðb.verð: 3.990 kr.
HALLtíOR PÉTURSSON
HÓFADYNUR
HÓFADYNUR
Myndir: Halldór
Pétursson
Samant.: Kristján
Eldjárn og Andrés
Björnsson
Hófadynur, Islenski hest-
urinn í ljóði og sögu. Þessi
bók er lofgjörð um
íslenska hestinn. Ómót-
stæðileg fegurð hestsins
og seigla, birtast ljóslega í
myndverkum hins ástsæla
listamanns Halldórs Pót-
urssonar. Hesturinn var í
sögu, ljóði og veruleika
tákn frelsis, baráttu og
hugdirfsku. Hann deildi
kjörum með þjóðinni,
þraukaði ógnir og harðæri
- og lifði með henni sigur-
sælar stundir. Hér birtist
vitnisburður um þann
sess sem hesturinn skip-
aði í lífi landsmanna.
Hófadynur er óvenju
vönduð bók og er mikill
fengur að þessari glæsi-
legu endurútgáfu.
126 bls.
Fjóla útgáfa ehf.
ISBN 9979-9659-0-8
Leiðb.verð: 4.980 kr.
ÍSLAND ALLRA VEÐRA
VON
Björn Erlingsson
I þessari bók má sjá ljós-
myndir eftir Björn
Erlingsson, er sýna þann
margbreytileika sem í
íslenskri veðráttu birtist.
Myndirnar eru teknar á
öllum árstímum, við mis-
munandi birtu- og veðra-
skilyrði; í rigningu, snjó,
hvassviðri og þoku. Nán-
ast engin mynd er tekin í
albjörtu veðri, en oftast
hefúr höfundurinn leitað
fanga þegar ókyrrð hefur
legið í loftinu.
Björn Erlingsson hefur
tekið allar ljósmyndir í
bókinni, ritað textann, séð
um setningu, hönnun og
umbrot, og að lokum
bundið inn hvert og eitt
eintak með handverki
sínu.
Hér birtist hin sanna
Islandsbók, þar sem sér-
stæðar ljósmyndir og hug-
lægt innsæi í texta fara
saman. Bókin er gefin út á
íslensku og þýsku í þýð-
ingu Angelu Schamber-
ger, og íslensku og ensku
í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar.
96 bls.
Bókbandsstofan Kjölur
ISBN 9979-9602-0-5
Leiðb.verð: 3.680 kr.
ÍSLENDINGAR
Sigurgeir Sigurjónsson
Unnur Jökulsdóttir
I tvö ár ferðuðust Sigur-
geir Sigurjónsson ljós-
myndari og Unnur Jökuls-
dóttir rithöfundur um
ísland og heimsóttu fólk í
öllum landshlutum. Mark-
miðið var að skilja betur
lífsviðhorf þeirra sem lag-
að hafa hefðbundin störf
að nútímanum, standa á
108