Bókatíðindi - 01.12.2004, Qupperneq 150
Fræði og bækur almenns efnis
264 bls.
Sögufélag
ISSN 0256-8411
Leiðb.verð: 3.250 kr.
Kilja
SAGNFRÆÐI Á 20. ÖLD
FRÁ VÍSINDAlíCRI HIUTIÆGNI TIL
PÓSTMÓDERNÍSKRAR CAGNRÝNI
SAGNFRÆÐI
Á 20. ÖLD
Frá vísindalegri
hlutlægni til
póstmódernískrar
gagnrýni
Georg G. Iggers
Þýð.: Eiríkur K.
Björnsson, Ólafur
Rastrick og Páll
Björnsson
Hvaða hugmyndir hafa
sagnfræðingar gert sér um
söguna? A hvaða forsend-
um byggja þeir starf sitt? I
þessu riti fjallar víðkunn-
ur þýsk-bandarískur sagn-
fræðingur um hugmyndir,
kenningar og aðferðir
sagnfræðinnar frá því hún
varð að fræðigrein í
háskólum á 19. öld og
ffam til okkar daga. Greint
er m.a. frá Annálahreyf-
ingunni, marxískri sagna-
ritun, nýju menningarsög-
unni, einsögunni og áhrif-
um póstmódernismans á
hugmyndir sagnfræðinga.
198 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-605-0
Leiðb.verð: 3.890 kr.
Kilja
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
SAMFÉLAGS-
SÁTTMÁLINN
Jean-Jacques Rosseau
Þýð.: Björn
Þorsteinsson og
Már Jónsson
Rousseau er einn merkasti
stjórnmálaheimspekingur
Vesturlanda og er Samfé-
lagsssáttmálinn frægast
verka hans. í bókinni set-
ur Rousseau fram hug-
myndir um sjálfræði ein-
staklingsins og eðli og
mörk lögmæts ríkisvalds
sem hafa verið leiðarljós í
vestrænni lýðræðishefð
allar götur síðan.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-159-3
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Alfræði Baggalúts
SANNLEIKURINN UM
ÍSLAND
Baggalútur
I þessu alfræðiriti úr
smiðju Baggalúts er dreg-
in upp einstæð mynd af
Islandi og Islandssögunni.
Hér er að finna sannleik-
ann um síamstvíburana í
Æðey, Viðeyjardónann,
Félag eldri borgara, úlf-
aldana á Vatnsleysu-
strönd, Brúðubílinn,
hverarefinn, Fjallkonuna,
lesbíuna í Sandey, ríkis-
skattstjóra og ótal margt
annað. Einskis er svifist til
að koma efninu á framfæri
og engum hlíft.
250 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1811-8
Leiðb.verð: 4.490 kr.
SEIÐUR LANDS OG
SAGNA III
Áfangastaðir
Suðvestanlands
Gísli Sigurðsson
Hér eins og £ fyrri bókum
í þessari ritröð er efnið
tvískipt. Ljósmyndirnar
sýna flestar ýmis brot af
Suðvesturlandi en auk
þeirra er brugðið upp
eldri myndum. I náttúru
þessa landshluta er mjög
ólíka fegurð að finna, allt
frá brimssorfinni strönd
Reykjaness og brenni-
steinshveri £ Krýsuvík til
hæsta foss landsins í
Hvalfirði, stærsta hvers á
jörðinni í Deildartungu,
fegurðar Húsafells og
Kaldadals. Helztu áfanga-
staðir bókarinnar eru
Herdísarvík, Krýsuvík,
Grindavík, Reykjanes,
Hvalsnes, Stafnes, Bás-
endar og fyrrum byggð í
Hraunum. Þarnæst er við-
koma á Elliðavatni,
ýmsum stöðum við Esju-
rætur, á Hvalfjarðarströnd
og í Botni, á Hvanneyri,
Hvítárvöllum, Bæ, Reyk-
holti og Húsafelli. Merki-
legt og minnisstætt fólk er
meginumfjöllunarefni í
bókartextanum.
360 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-34-4
Leiðb.verð: 7.990 kr.
SIÐFRÆÐI LÍFS OG
DAUÐA
Vilhjálmur Árnason
Þetta vandaða og vinsæla
rit kemur nú út í nýrri og
endurbættri útgáfu. Höf-
undur íjallar um öll helstu
siðferðileg álitamál í heil-
brigðisþjónustu á ítarleg-
an en aðgengilegan hátt.
Rætt er um mál á borð við
þagnarskyldu, réttindi
sjúklinga, rannsóknir á
fólki, fósturgreiningu,
fóstureyðingar, líffæra-
flutninga, líknardráp og
réttláta heilbrigðisþjón-
ustu. I þessari nýju útgáfu
tekst höfundur jafnframt á
við nokkrar þeirra spurn-
inga sem erfðarannsóknir
hafa vakið á undanförnum
árum. Rauði þráðurinn í
málflutningi Vilhjálms er
148