Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 182
Ævisögur og endurminningar
eina sinnar tegundar, kom
fyrst út 1970 og er löngu
uppseld.
248 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-28-8
Leiðb.verð: 2.900 kr.
SIGUR í HÖRÐUM
HEIMI
Þórunn Hrefna
Sigurjónsdóttir
Guðmundur Sesar
Magnússon
Hvað gerir faðir 14 ára
stúlku þegar hann horfir
upp á dóttur sína dragast
inn í harðan heim fíkni-
efnanna - heim sem hann
sjálfur kynntist alltof vel á
sínum yngri árum? Þegar
öryggisnet velferðarkerfis-
ins bregst ákveður Guð-
mundur Sesar að berjast
fyrir lífi dóttur sinnar.
Einn og óstuddur tekst
hann á við steinrunnið
kerfið og háskalega fíkni-
efnasalana í undirheim-
unum. Honum tekst að
bjarga dóttur sinni en þarf
að færa miklar fórnir og
þola gróft ofbeldi og
kúgun.
210 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1812-6
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SKÁLDIÐ SEM SÓLIN
KYSSTI
Ævisaga Guðmundar
Böðvarssonar
Silja Aðalsteinsdóttir
Guðmundur Böðvarsson,
bóndi á Kirkjubóli í Hvít-
ársíðu, var eitt dáðasta
ljóðskáld 20. aldar. Hann
var kallaður „eitt af
ævintýrunum í íslenskum
bókmenntum“, því svo
rækilega sló hann í gegn
með fyrstu bók sinni,
Kyssti mig sól.
Silja Aðalsteinsdóttir
skrifaði þessa vinsælu
ævisögu Guðmundar sem
var tekið með kostum og
kynjum við útkomu henn-
ar 1994 og hlaut Islensku
bókmenntaverðlaunin
það ár.
Nú endurútgefin í kilju.
462 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2577-1
Leiðb.verð: 1.999 kr.
Kilja
SVIPT FRELSINU
Fangelsuð í eyðimörk-
inni í tuttugu ár
Malika Oufkir
Þýð.: Guðrún
Finnbogadóttir
Svipt frelsinu segir frá
Allt um Idol-kejjpnma á Stöð 2
' <
Anna, Kalli, ]ón, Arclís og allir hinir
atburðum sem erfitt er að
ímynda sér að átt hafi sér
stað á síðustu áratugum
20. aldar. Kornung var
Malika, dóttir Oufkirs
hershöfðingja í Marokkó,
tekin inn í hirð konungs-
fjölskyldunnar, en þegar
faðir hennar var líflátinn,
grunaður um þátttöku í
samsæri gegn konungin-
um var hún fangelsuð
ásamt móður sinni og
systkinum. Við tók
tveggja áratuga lífsbarátta
Maliku og fjölskyldu
hennar við skelfilegri
aðstæður en nokkur orð
fá lýst, en með óbilandi
hugrekki og einbeittum
ásetningi um að öðlast
frelsið á ný héldu þau
sönsum.
281 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-775-94-7
Leiðb.verð: 4.280 kr.
TIL HINSTU STUNDAR
- Einkaritari Hitlers
segir frá
Traudl Junge
Melissa Muller
Þýð.: Arthúr Björgvin
Bollason
„Þessi bók er engin síðbú-
in réttlæting. Engin sjálfs-
ásökun. Ég vil heldur ekki
að hún verði skilin sem
lífsjátning. Hún er miklu
fremur tilraun til að sætt-
ast, ekki við samferðafólk
180