Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 62
íslensk skáldverk
óræk sönnun þess að
Hallgrímur Helgason er
einhver frumlegasti og
snjallasti höfundur sem
við eigum.“
Jón Yngvi Jóhannsson,
DV.
510 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2485-6
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
í VIÐJUM DRAMBS OG
HROKA
Árni Hjörleifsson
Þetta er fyrsta skáldsaga
höfundar en hann hefur
áður skrifað fjölda blaða-
greina. Sagan segir frá
ungri konu sem heldur á
æskuslóðir sínar og rifjar
upp í huganum lífshlaup
sitt. Þar rifjar hún, meðal
annars, upp fyrstu kinni
sín af eiginmanni sínum
í viðjum drambs og hroka
Ámi Hjörleifsson
og hvernig val hennar á
lífsförunaut veldur afneit-
un foreldra hennar. Sagan
Iýsir ótrúlegu tilfinninga-
leysi, óheiðarleika í við-
skiptum, samhliða hroka
og sýndarmennsku. Allt
gerist þetta í nútímanum
en gæti frekar hafa gerst
fyrir fjölda ára, svo ótrú-
legur er söguþráðurinn.
163 bls.
Árni Hjörleifsson
Dreifing:
Dreifingarmiðstöðin
ISBN 9979-9693-0-X
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Karitas--
Krístín Marja Baldursdóttir
KARITAS ÁN TITILS
Kristín Marja
Baldursdóttir
Karitas Jónsdóttir sýnir
snemma að henni er margt
til lista lagt. En lífsbarátt-
an er hörð, systkinin eru
sex, og þau verða að
standa saman og leggja
hart að sér eftir að fyrir-
vinnan hvarf í sjóinn. Á
Akureyri hittir Karitas
óvenjulega konu með
trönur, og kynni þeirra
reynast afdrifarík. Upp frá
því tekur líf hennar í
auknum mæli að hverfast
um tvö máttugustu öfl til-
verunnar, listina og ástina.
Karitas án titils er
dramatísk og áhrifamikil
örlagasaga ungrar stúlku í
upphafi 20. aldar, saga um
drauma og þrár, óvænta
hamingju, óþærilega sorg
og miklar ástríður. Um
leið er af einstöku innsæi
og frásagnargleði brugðið
upp mynd af lífi og hlut-
skipti kvenna á öldinni
sem leið.
íbiai®“ei)BörWJM
lyJvfrtÍTl skrifa
Ný bók eftir
Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku
í BLAND MEÐ BÖRNUM
- börnin skrifa
Vilhjálmur Hjálmarsson hætti þingmennsku í árslok
1979 og sneri sér að ritstörfum. Fyrsta bók hans kom
út 1981, nú sendir hann frá sér þá sextándu.
I þessari bók segir Vilhjálmur frá því þegar
hann, skyndilega og óvænt, gerðist
barnakennari fyrir 68 árum.
Líklega er það óvenjulegt að í þessari bók er um
60 af hundraði lesmáls eftir börnin sem
höfundur sagði til í Barnaskóla Mjóafjarðar
1936-47 og 1956-67.
Fjöldi mynda prýðir þessa skemmtilegu bók.